Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 29
D VÖL
171
— Fariö með Önnu Bede í fang-
elsið.
Vörðurinn tekur við blaðinu, og
stúlkan snýr þegjandi við, hún
opnar munninn eins og til að
segja eitthvað, en ekkert hljóð
kemur fram yfir varir hennar.
— Þú vilt ef til vill segja eitt-
hvað meira?
— Ekkert, ekkert, aðeins það,
að ég er Erzsi, Erzsi Bede. Anna
var systir mín. Hún var jörðuð
fyrir viku síðan, vesalingurinn
litli.
— Þá hefir þú alls ekki verið
dæmd?
— Ó, nei, guð mþm góður, fyrir
hvað hefði átt að dæma mig?
Ekki hef ég gert neitt af mér.
— Hvers vegna ertu þá aö koma
hingað, flónið þitt?
— Lítiö þér nú á. Á meðan þetta
mál var fyrir réttinum, dó systir
mín. Þegar hún lá á líkbörunum
kom skipunin um að hún yrði að
afplána þetta missiri. Eins og hún
var búin að bíða! En það var gott
að henni entist ekki þrek til að
bíða lengur. Hún var svo viss
um . .. Gráturinn varnaði stúlk-
unni máls, en hún herti sig og hélt
áfram. — Við kistuna hennar lof-
uðum viö henni hátíðlega, mamma
og ég, að við skyldum bæta fyrir
brot hennar. Það var þessi Gábor
Kártony, sem átti sök á öllu sam-
an, og vegna þess, hvað hún elsk-
aði hann, lenti hún í þessum
vandræöum. Viö hugsuðum ...
— Hvað hugsuöuð þið, barnið
gott?
■— Að þá fyrst fengi hún frið í
gröfinni. Enginn skal geta sagt,
að nein sök hvili á henni, mamma
borgar sektina, og ég sit í fangels-
inu þessa sex mánuði.
Kviðdómararnir litu hlæj andi
hver á annan. ■— .Mikill einfeldn-
ingur getur stúlkan verið. En em-
bættismannskuldinn er horfinn af
andliti dómsforsetans. Hann tekur
upp gulan vasaklút, en hann
þurrkar sér ekki um enniö með
honum, heldur aðeins neðar.
— Það er gott, stúlka mín, segir
hann þýðlega. Bíddu við, mér dett-
ur ofurlítið í hug.