Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 37
DVÖL Eini maðurinn, sem ekki var hrifinn af Kosmó frænda, var Sílas frændi. — Þú hefur nú flakkað um allar trissur, Kosmó, hafði hann til að segja, — en ekki hefur þú afrekaö nein ósköp. — Hef ég ekki gert það, ha? Ég hef ferðazt kringum hálfan hnött- inn, Sílas, meðan þú húkir hér og ræktar grænkál. — Jú, satt er það, Kosmó, satt er það. En við höfum ekki annað fyrir okkur en það sem þú segir. Okkar vegna getur þú hafa búið á matsölu í Brighton í allan vetur. — Sílas, sagði Kosmó frændi, ég gæti sagt þér sögur um alla staöi héðan og til Adelaide og þær svo mergjaðar, að þú yrðir gulur og grænn í framan. Stöðum, sem.... — Já, leystu þá frá skjóðunni. Enginn bannar þér það. — Hlustaðu nú á. Svo ég nefni bara eitt af mörgu. Það er eyöi- mörk í Assyríu, sem enginn mað- ur hefur nokkru sinni ferðazt um, og þaö er svo langt þvert yfir hana, að það mundi taka mann þrjú ár að ríða það á úlfalda. Einu sinni.... — Hefur þú farið yfir þessa eyðimörk? — Nei, en .... — Andskotann ætli þú vitir þá, hvað það tekur langan tíma. — Jú, það er.... — Þarna sér maður, sagöi Sílas. Hvað sagði ég. Þú heyrir sagt frá 119 r---------------------------------\ Herbert Ernest Bates er brezkur rit- höfundur f. 1905. Hann stundaði blaðamennsku framan af og hefur einkum getið sér orðstír fyrir snjallar smásögur, en þó hefur hann einnig ritað lengri skáldsögur, og er hin merkasta beirra talin Tlie fallow land. Hann leggur einkum stund á nátt- úru- og þjóðlífslýsingar brezkra sveita. V_________________________________ þessu, Kosmó, þú heyrir öll ósökp, og þú hefur komið á heilmarga staði, en þú hefur ekki gert nokk- urn hrærandi hlut. Segðu mér heldur eitthvað frá kvenfólki. — Á! — Hvernig gengur með kærust- una þína í Nissa? — Ég á enga kærustu í Nissa. — Þarna sér maður aftur. Akk- úrat. Eintóm stóryrði! en engar framkvæmdir. — Hún er í Monte Karló. — Ekki er það nú ýkja stór- brotiö. Kosmó frændi varp þungt önd- inni, mikillæti hans var sært. Hann fékk sér vænan teyg af víni Sílasar frænda og gretti sig, eins og það væri rottueitur, setti svo herkju- svip á munninn og sagði: — Þú skilur mig víst ekki. Það er ekki aðeins þessi eina stúlka í Monte Karló, Sílas. Það er líka ein í Mentone og önnur i Mar- seilles og sú þriðja í Feneyjum. Svo á ég eina vinkonu, sem býr í gamalli höll í Napóli, í Róm þekki ég tvær, sem gera allt fyrir mig. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.