Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 54
196
D VÖL
Framhaldssaga:
BJARNAR—JÓI
Eftir John SteinbecJc
Þorpið Loma stendur, eins og nafnið bendir til, á lágri, ávalri hæð,
sem rís éins og eyja á flatlendinu í mynni Salinasdalsins í Mið-Kali-
forníu. Norðan og austan við þorpið breiða sig svartir flóar um langa
vegu, en að sunnan er búið að ræsa fram fenin. Gróskumikið garð-
land hefur náðst þar til ræktunar, svart land og áburðarrkt, svo kál-
metið verður þar risavaxið.
Eigendur fenjanna í norðurátt fóru að ágirnast hina svörtu, frjóu
mold. Þeir tóku sig saman og stofnuðu ræktunarfélag. Ég vinn hjá
fyrirtækinu, sem tók að sér framræsluna hjá þeim. Hin fljótandi skurð-
grafa kom, var sett saman og fór að eta sig gegnum fenið.
Fyrst reyndi ég að búa í skúrnum á flekanum, ásamt áhöfninni, en
mývargurinn, sem sveimaði í mekki yfir skurðgröfunni og hin myrka,
eitraða þoka, sem læddist með jörðinni utan úr fenjunum hvert kvöld,
rak mig til Loma-þorpsins, og leigði ég mér þar hið ömurlegasta her-
bergi, sem ég hef séð, hjá húsfrú Ratz. Ég hefði getað leitað víðar fyrir
mér, en stóðst ekki þá freistingu að láta senda pöstinn minn til frú
Ratz. Þar að auki svaf ég aðeins í þessu snauða og kalda herbergi, en
mataðist í eldhúsinu í verkamannaskálanum á flekanum.
í Loma eru aðeins tvö hundruð manns. Meþódistakirkjan stendur á
hæðinni, sem hæst ber, og sést turn hennar í margra mílna fjarlægð.
Tvær matvörubúðir, ein járnvöruverzlun, gamalt frímúrarahús og
Buffalóvínstofan eru hinar opinberu byggingar. í brekkunum standa
litlu timburhúsin, sem almenningur býr í og á frjósömu sléttlendi til
suöurs eru hús jarðeigenda, flest umkringd litlum görðum, sem lima-
girðingar skýla fyrir nöprum næðingunum.
í Loma var ekkert við að vera á kvöldin annað en fara á vínstofuna,
sem var í gömlu timburhúsi með skellihurð og gangstígum úr tré um-
hverfis. Hvorki bannlög, afnám banns né annað hafði haft áhrif á við-
skiptin þar, gestina né gæði vínsins. Minnst einu sinni á kvöldi kom
allt karlkyn í Loma, eldra en fimmtán ára, í Buffalóvínstofuna, fékk
sér glas, skrafaði nokkra stund og fór svo heim.
Feiti Karl, gestgjafinn, heilsaði öllum nýjum gestum með kulda-