Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 50
DVÖL ÍÖ2 þeim þau hafa upphafíð hvort annað nógsamlega og settust loks niður. En enn var ókeypt sælgæt- ið handa Syau Shun! Er Jye hróp- aði svo hátt á sælgætissalann, að jafnvel miðasalarnir komu þjót- andi inn, á nálum yfir því, að sæl- gætissalinn hefði gert út af við einhvern. Þegar sælgætið hafði verið keypt, mundi Er Lau Lau eftir mikilvægu atriði, sem hún hafði gleymt — hún hafði enn ekki hóst- að. Hún fékk því geysilega hósta- hviðu, sem vakti svo mjög dóttur- lega samúð Er Jyes, að hún fór að ræða við Sz Yi og San Jyou Ma um líf gömlu konunnar handan við gröf og dauða. Gamalt fólk, eins og Er Lau Lau, tekur því ekki með þegjandi þögninni, þegar börnin eru að skeggræða lokauppgjör þess að þeim áheyrandi. Aftur á móti er það fúst til að láta álit sitt í ljós, svo að Er Lau Lau tók undir: „Ef ég fæ níu hlekkja gullhring, skipt- ir annað litlu máli, og gleymið ekki að líma á sveinsandlitið“, en hún hafði ekki lokið sér af. Einn hluturinn bauð öðrum heim, og þó að kynlegt megi virðast, þvi leng- ur sem þau dvöldust í kvikmynda- húsinu, því niðursokknari urðu þau í fjölskyldumál sín. Þau voru að verða hin háværustu, þegar raf- magnsljósin ljómuðu allt í einu og hitt fólkið flykktist út. Er Jye kallaði á melónukjarnasalann. Hún var farin að rökræða ýmis heim- ilismál, en það var ógerlegt að fást við slíkt nema hafa melónukjarna til að narta í. Sætaþjónninn kom til þeirra og útskýrði: „Þessari sýn- ingu er lokið, og kvöldsýningin hefst ekki fyrr en klukkan átta.“ Það var ekki um annað að ræða en halda heim við svo búið. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið, eftir að Er Lau Lau var sofnuð, að Er Jye fór að brjóta heilann á nýjan leik. Hún spurði San Jyo Ma: „Hvernig er talið framleitt í talmyndum?“ San Jyou Ma hugsaði sig um andartak. „Ég hef aldrei heyrt þess getið,“ svai'- aði hún. En Sz Yi hugleiddi spurn- inguna og sagðist hafa séð út- lenzkan fjanda sjúga ofan í sig reyk og blása honum síðan aftur út um nasirnar. Með þá skýringu voru þær allar ánægðar og undr- uðust án afláts: „Svo að þannig eru þá talmyndir gerðar, iaglega af sér vikið — alveg eins og að blása reyk út um nasirnar — ja, hvað er að heyra!“ Aðalsteinn Sigurðsson þýddi. Silkisokkar eru nú framleiddir úr gleri, stáli, tré, sojabaunum, tuskum, mjólk, þangi og grasi. Þráðurinn úr þessum efnum er sterkari heldur en þráður silkiormsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.