Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 24
166 DVÖt gólfið og gaf kettinum. En hvað mundi hún geta í viðureign við stríðsmenn? Jesús! Hún skaut höfðinu ennþá meira á ská og skotraði augunum út um gluggann, út á ískalt hjarnið. Æ, það sást lítið út um þennan glugga. Reyndar mátti henni vera sama. Allt var frosið, já, á næt- urnar hálffraus hún sjálf, svo að það var mesta furða, að hún skyldi ekki fyrir langa löngu vera komin til hans Jóns síns sálaða ... Hún leit til dyranna, ekki af 'því að hún heyrði neitt marr, ýskur eða fótatak, heldur af umhugsun- inni um voðann, sem sumir áttu við að búa. En hún sá hurðina ljúkast upp. Skyldu þeir nú vera að koma með mélið til hennar? ... Nei, hann var ekki með mél, þessi maður.... Allt í einu sá hún, tók hún eftir, að ... Og þarna fór hún í hnipur. Skyldu þeir þá vera komnir vestur líka? Ó, himnanna faðir. Voru þeir komnir, þeir stríðsins þrjótar, svívirðandi konur og fíflandi stúlkur? Gátu þeir þá ekki einu sinni látið frosnar skrukkur í friði og valið sér af skárra tæinu? Hún spennti greipar: — Góði guð! Sendu mér nú hann Jón minn til hjálpar gegn þeim vonda stríðsmanni, sem kom- inn er undir mitt þak, viljandi kannski eitthvað frá mér taka, en guð má vita hvað — köttinn? — og mér sjálfri mein gera. Amen! Og svo fór hún að gráta. Hún heyrði vart sinn eigin grát, en máski heyrði guð hann? Og hvað sem öðru leið, þá heyrði hann til hennar, þessi komumað- ur, því að nú gekk hann inn gólfið og klappaði henni á kinnina. — Hættu að gráta, Sigríður min, því að ég þykist vita, að þetta sé Sigríður Egilsdóttir á Grundarhóli. Hættu að gráta — þetta er bara nýi lögreglustjórinn. Hér eru engir hermenn! En gamla konan heyrði ekki nema hreim annarlegra orða, og hún hélt, að nú væri maðurinn að tala útlenzkuna. Og hún herti svo bara á grátinum, því hvað kunni hún að tala útlenzkar tungur? Yfirvaldið sá, að ekki mundi mega við svo búið standa. Hann tók upp pyngju sína og rétti kon- unni seðil. En hún bara hristi höfuðið. Á gamals aldri hafði hún ekkert að selja, hafði reyndar aldrei selt neitt —■ sér vitanlega, jú, prjón og band, en nú hafði hún ekkert slíkt. Að svona fínn maöur vildi kannski kaupa sængina hennar — eða köttinn? Og aftur hristi hún höfuðið, og tárin féllu ofan á handarbakið á manninum. — Viltu ekki lítilræðið, kona góð? sagði stjórnandinn. — Þér er alveg óhætt. Ég geri þér ekki neitt! Konan hristist, og tárin hrukku, og nú rann allt í einu ljós upp fyrir lögreglustjóranum. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.