Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 64
206
DVÖL
Um þær mundir eru viðsjár miklar í
álfunni, enda brýst síðari heimsstyrjöld-
in út, skömmu eftir að Jón er kominn til
íslands. Þessir atburðir setja líka sinn
svip á aðra bók hans, sem hann vinnur
að á þessum árum. bók, er hann nefnir
„Stund milli stríða“ og sendir frá sér ár-
ið 1942. í þeirri bók er auðsæ framför frá
hinni, enda þótt menn greini á um þaö.
Höfundurinn er að þreifa fyrir sér á erf-
iðri leið og á erfiðum tímum. Svo líöa
nokkur ár.
Og nú er þriðja bók hans komin á
markaðinn. Það er ljóðaflokkur, er hann
nefnir látlausu nafni: „Þorpið.“ í bók
þessari eru 41 ljóð, fersk og einlæg, mjög
nýtízkuleg, svo að ýmsum mun án efa
finnast nóg um. En hvað um það, í þess-
um ljóðum kemur Jón úr Vör gleggra
fram en nokkru sinni fyrr sem þroskaö
skáld, er hefur vald á efninu, setur það
í hugljúfan, einfaldan búning, sem hrif-
ur lesandann. Það er kannske of mikið
sagt, að hann slái nýjan streng í ljóða-
'gerö sinni þrátt fyrir frumlegan búning,
því jafn tilgeröarlaus og einlægur hefur
hann alltaf verið í framsetningu Ijóða
sinna. En það sem fyrir er tekið, hvort
heldur það er nú endurminningin um
jólin eða ævi gamalmennisins, hefur hér
fyllri mynd og áhrifaríkari að jafnaði en
nokkru sinni áður í ljóðum Jóns.
Hann hefur tekiö sér fyrir hendur að
yrkja um Þorpið, og honum hefur tekizt
það vel, enda engin furða. Þarna yrkir
hann um heimahaga sína og fólkið, sem
hann hefur alizt upp hjá. Þó er lesand-
anum bezt að taka ekki alla hluti of
bókstaflega, en því hættir jafnvel greind-
asta alþýðufólki á íslandi til á stundum.
Ég efast nefnilega um það, að hann
myndi svara því játandi, ef hann væri
spurður, hvort þessi ljóð væru „um hann
sjálfan."
Sem dæmi úr bókinni leyfi ég mér
að taka eitt kvæðið, er nefnist „Stóri-
steinn."
Við gráan stein
fyrir austan túngarðinn
undum við glöð,
reittum blöðkur og grös
og höfðum fyrir hey
og vorum jafnvel
aö hugsa um að veröa
álfar og búa í steini.
En við uröum stór,
fórum út í heim
eða bjuggum alla okkar daga
í sömu byggð.
Og börnin kalla steininn alltaf Stóra-
stein.
Okkur finnst hann muni hafa sokkiö
hálfur í jörð,
en líklega hefur hann aldrei verið stærri
en þetta.
Þetta kvæði, sem fyrst og fremst er
valið hér sökum þess að það er stutt,
sýnir vel hið einfalda, látlausa form og
uppsetningu, sem er styrkleikur Jóns úr
Vör sem ljóöskálds. Mér þykir mikið, ef
ráðandi menn heima á íslandi sýna þaö
ekki í verki nú, sem fyrr hefði mátt
vera, að þeir skilji, að Jón úr Vör er eitt
af athyglisverðustu skáldum okkar. Á
síðustu missirum, va. m. k. ekki síöan
Snorri Hjartarson sendi frá sér „Kvæði“
sín, hefur varla komið á íslenzkan bóka-
markað eftirtektarverðari ljóðabók ný en
þessi.
Kbh.. 3. nóv. 1946.
Elias Mar.
Sjómannaútgáfan:
Hvirfilvindur eftir Joseph Conrad.
Ævintýri í Suðurhöfum eftir
Edgar Allan Poe.
Indíafarinn Mads Lange eftir
Aage Krarup Nielsen.
Worse skipstjóri eftir Alexander
Kielland.
Það er ætíð lofsvert, þegar gerð er til-
raun til þess að gefa út fyrir almenning