Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 9
I
D VÖI.
Skemmtileg grcin um kvenfólkið
<>g snörur þess.
tftiar k<mur eru tánUty
EFTIR ABNER SILVER
Athuganir mínar á rándýrinu
kona byggjast eiginlega á reynslu
míns góöa vinar, Owen Carruthers.
Owen er afburöamaöur. Má teljast
blendingur af Walter Pidgeon,
Hemingway og P. G. Woodehouse.
Auk þess hefur hann þjón, sem
heitir Mortimer, og Mortimer er
fullkominn þjónn.
Kvöld eitt sat Owen hálfdott-
andi og hafði ekki aðra félaga en
whiskyblöndu í glasi og bók eftir
Hemingway. Hann hallaði sér mak-
indalega aftur í hægindastólinn
og reyndi að fylgjast af áhuga meö
söguhetju Hemingways á ævin-
týralegum villidýraveiðum ein-
hvers staðar lengst inni í óbyggð-
um Afríku. Þetta er líf, sagði
Owen við sjálfan sig með sannfær-
ingarafli, villidýr og þungar ljóna-
byssur, og enginn kvenmaður nær
en í hundrað mílna fjarlægð.
Herra Garruthers hætti lestrin-
151
um um stund, og komst aö þeirri
niðurstöðu í eintali sálarinnar, að
eiginlega væri hann dauðþreyttur
á öllu því, er nefndist kven-,
þreyttur á örvandi boglínum og
eggjandi augúagotum, þreyttur á
blikandi tárum í ásakandi aug-
um. — Til helvítis með heila skítt-
ið! tilkynnti Owen og sneri sér
síðan aftur að ljónaveiðinni.
En ekki leið á löngu þar til sím-
inn vakti hann aftur til veruleik-
ans.
— Elskan, sagði röddin í síman-
um. Elskan, þetta er Brenda.
Manstu ekki eftir mér, Owen?
— Nei.
— Við erum nokkur saman, sem
ætlum í klúbbinn um ellefu-leytið
á morgun. Mikið værir þú inndæll
ef þú kæmir með, Owen. Heyrðu,
geturðu það ekki, elskan?
— Nei.
— Ó, hjartað mitt, ég sá í gær