Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 20
162
tIVÖL
Hvort á meira sjálfsvald —
karl eða kona?
UNDIR BORÐUM
Þetta skeði í Indlandi. Brezkur
embættismaður og kona hans
höfðu boðið nokkrum kunningjum
til miðdegisverðar. Þau sitja í rúm-
góðri borðstofunni ásamt gestum
sínum, sem eru liðsforingjar úr
hernum, starfsfólk sendisveitar-
innar og amerískur náttúrufræð-
ingur á rannsóknarferðalagi. Gólf-
ið er úr marmara og ekkert teppi
á því. Loft stofunnár er með
sperrum og bitum, og glerhurðin
út á svalirnar er opin.
Fjörugt samtal á sér stað milli
ungrar stúlku, sem heldur því
fram, að kvenfólkið nú á dögum sé
vaxið upp úr því að hljóða, þegar
það sér mús, og hershöfðingja eins,
sem heldur hinu gagnstæða fram.
Hershöfðinginn segir: — Kon-
unni er það eiginlegt að hljóða,
þegar hættu ber að höndum. Það
geta að vísu komið fyrir þær
stundir í lífi karlmanns, að hann
langi til að æpa, en þá á hann
yfir að ráða því sjálfsvaldi, sem
konuna skortir, og stillir sig.
Hinn ameríski gestur blandar
sér ekki í þessa deilu, heldur
fylgist þegjandi með henni af at-
hygli og gefur gætur að öllu, sem
fram fer í kringum hann. Allt í
einu tekur hann eftir því, að svip-
ur húsmóðurinnar breytist skyndi-
lega. Hún fölnar og starir fram
fyrir sig, og ofurlitlir kippir fara
um andlitið. Með ofurlítilli hand-
hreyfingu bendir hún hinum inn-
fædda þjóni, sem stendur oak við
stól hennar, að tala við sig. Hann
hallar sér að henni, og hún hvíslar
einhverju í eyra hans. Þjónninn
hvessir augun og gengur svo hratt
en hljóðlaust út úr stofunni.
Ameríkumaðurinn er hinn eini
meðal gestanna, sem hefur veitt
þessu athygli, og hann einn sér,
að þjónninn kemur inn aftur og
setur skál með mjólk í út á sval-
irnar, rétt utan við opnar dyrnar.
Honum verður hverft við, þegar
sannleikurinn rennur upp fyrir
honum. í Indlandi getur mjólkur-
skál, sem sett er þannig frá sér,
aðeins táknað eitt — agn fyrir
slöngu. Honum verður ljóst, að það
er kobraslanga inni í stofunni.
Hann lítur upp á loftbitana r—
venjulegasta staðinn — en þar er
ekkert að sjá. Þrjú horn stofunnar
eru auð, og í hinu fjórða stendur
þjónustufólkið. Og þá er ekki
lengur um að villast — slangan
hlýtur að vera undir borðinu.