Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 32
174
að sprengja fangelsið í loft upp til
að frelsa dauöadæmdan morðingja,
er þar dvaldi.
Geðveikrahælið i Agnew nálægt
Jan José hrundi til grunna og fór-
ust þar hundrað manns. Og þó lá
við að það væri skelfilegra, að
fjöldi sjúklinga lék lausum hala í
nágrenninu og ýmist rifust þeir
innbyrðis, eða börðust við varð-
mennina, sem voru miklu fámenn-
ari.
Enrico Caruso bjó á Palace
Hótelinu. Síðar skýrði hann þann-
ig frá: „Ég hrökk upp af svefni
og ruggaði eins og ég væri á skipi.
Ég heyrði óp karla, kvenna og
barna. Kalkmylsnu úr loftinu
rigndi yfir mig. Ég hljóp út á göt-
una. Eftir litla stund leit helzt út
fyrir að öll borgin stæði í ljósum
loga. Ég reyndi að komast út úr
borginni, en hermennirnir vildu
ekki hleypa okkur burtu. Nóttina
eftir svaf ég úti. á jörðinni — ég
hef ennþá sinadrætti í fótunum
eftir það harðhnjóskulega rúm.“
Daginn eftir gat þjónn Caruso
fengið léðan vagn fyrir 300 doll-
ara, og ók hann þeim og farangri
þeirra að Oakland-ferjunni. Frá
Oakland fóru þeir með eimlest-
inni austur á bóginn.
John Barrymore, sem seinna varð
frægur leikari, var einnig í San
Francisco þessa daga. Hann var
þá 24 ára og var í þann veginn að
fara til Ástralíu í leikför. Rithöf-
undurinn Gene Fowler, sem skráð
DVÖL
hefur ævisögu hans, segir frá því,
að Barrymore hafi verið í leikhús-
inu að hlusta á Caruso, og þar hafi
hann kynnzt töfrandi ungri stúlku,
er sat við hlið hans. Klukkan tíu
á miðvikudagsmorguninn stóð
Barrymore bísperrtur eins og ekk-
ert hefði í slcorizt á Union Square,
klæddum samkvæmisfötum. Ráðs-
maður hans ráðlagði honum að fara
heim í gistihúsið og hafa fataskipti.
Barrymore kom aftur klæddur
ferðafötum, en svo mundi hann
eftir því, að hann hafði skilið alla
peninga sína, 200 dollara, sem hann
hafði fengiö lánaða, eftir í vasa
samkvæmisfatanna. Hann hljóp
aftur til gistihússins, en er hann
kom þangað, stóð það í björtu báli.
John Barrymore var í fyrstu
einn á listanum yfir þá, er saknað
var, en hann fékk fréttaritara einn
til þess að senda Ethel systur sinni
sem var i New York, orðsendingu
með fréttaskeyti. Hann lýsti at-
burðunum mjög áhrifaríkt: Hvern-
ig hann hefði henzt út úr rúminu
við jarðskjálftakippinn og hefði
síðan ráfað sinnulaus um göturn-
ar, unz hermaður nokkur hefði
rétt honum skóflu og neytt hann
til að ryðja rústir í 24 klukku-
stundir samfleytt. Ethel Barry-
more las þetta orðskrúöuga skáld-
verk upp fyrir frænda sinn, John
Drew, og spurði hann svo hvort
hann tryöi þessu. ,,Ég trúi hverju
orði“, svaraði hann. „Það veitir
ekki af átökum höfuðskepnanna