Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 32

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 32
174 að sprengja fangelsið í loft upp til að frelsa dauöadæmdan morðingja, er þar dvaldi. Geðveikrahælið i Agnew nálægt Jan José hrundi til grunna og fór- ust þar hundrað manns. Og þó lá við að það væri skelfilegra, að fjöldi sjúklinga lék lausum hala í nágrenninu og ýmist rifust þeir innbyrðis, eða börðust við varð- mennina, sem voru miklu fámenn- ari. Enrico Caruso bjó á Palace Hótelinu. Síðar skýrði hann þann- ig frá: „Ég hrökk upp af svefni og ruggaði eins og ég væri á skipi. Ég heyrði óp karla, kvenna og barna. Kalkmylsnu úr loftinu rigndi yfir mig. Ég hljóp út á göt- una. Eftir litla stund leit helzt út fyrir að öll borgin stæði í ljósum loga. Ég reyndi að komast út úr borginni, en hermennirnir vildu ekki hleypa okkur burtu. Nóttina eftir svaf ég úti. á jörðinni — ég hef ennþá sinadrætti í fótunum eftir það harðhnjóskulega rúm.“ Daginn eftir gat þjónn Caruso fengið léðan vagn fyrir 300 doll- ara, og ók hann þeim og farangri þeirra að Oakland-ferjunni. Frá Oakland fóru þeir með eimlest- inni austur á bóginn. John Barrymore, sem seinna varð frægur leikari, var einnig í San Francisco þessa daga. Hann var þá 24 ára og var í þann veginn að fara til Ástralíu í leikför. Rithöf- undurinn Gene Fowler, sem skráð DVÖL hefur ævisögu hans, segir frá því, að Barrymore hafi verið í leikhús- inu að hlusta á Caruso, og þar hafi hann kynnzt töfrandi ungri stúlku, er sat við hlið hans. Klukkan tíu á miðvikudagsmorguninn stóð Barrymore bísperrtur eins og ekk- ert hefði í slcorizt á Union Square, klæddum samkvæmisfötum. Ráðs- maður hans ráðlagði honum að fara heim í gistihúsið og hafa fataskipti. Barrymore kom aftur klæddur ferðafötum, en svo mundi hann eftir því, að hann hafði skilið alla peninga sína, 200 dollara, sem hann hafði fengiö lánaða, eftir í vasa samkvæmisfatanna. Hann hljóp aftur til gistihússins, en er hann kom þangað, stóð það í björtu báli. John Barrymore var í fyrstu einn á listanum yfir þá, er saknað var, en hann fékk fréttaritara einn til þess að senda Ethel systur sinni sem var i New York, orðsendingu með fréttaskeyti. Hann lýsti at- burðunum mjög áhrifaríkt: Hvern- ig hann hefði henzt út úr rúminu við jarðskjálftakippinn og hefði síðan ráfað sinnulaus um göturn- ar, unz hermaður nokkur hefði rétt honum skóflu og neytt hann til að ryðja rústir í 24 klukku- stundir samfleytt. Ethel Barry- more las þetta orðskrúöuga skáld- verk upp fyrir frænda sinn, John Drew, og spurði hann svo hvort hann tryöi þessu. ,,Ég trúi hverju orði“, svaraði hann. „Það veitir ekki af átökum höfuðskepnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.