Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 63
D VÖL
205
til Flateyjar gyllti sólin og lognið allar
leiðir út fjörðinn, en örlítinn vestan
gráða lagði á, þegar heim var haldið með
hlaðið skipið úr kaupstaðnum, svo tekið
var „til siglu og fannhvít voðin dregin
að hún.“ Hásetar lögöu inn árar og létu
sig dreyma dagdrauma meðan fleytan
bar þá inn hinn sumarfagra Breiða-
fjörð. — Óefað eru svona lýsingar réttar
svo langt sem þær ná. En svona gengu
Flateyjarferðirnar ekki alltaf á þessum
slóðum. — Norðri átti það til, að blása
á móti ferðamönnunum þegar þeir höfðu
lokið erindum sínum í kaupstaðnum og
tefja för þeirra svo um munaði — stund-
um viku stundum lengur — þó valinn
maöur væri við hverja ár. Var þá helzta
ráðið að sæta sjávarföllum. Leggja af
stað úr Flatey þegar „tók“ í Hafnarsund-
inu og berja inn undir Hrólfsklett (sem
mynd er af í bókinni, en þar ranglega
nefndur Hafraklettur), sigla þaðan suður
undir Svefneyjar og halda síöan inn með
eyjum meðan þeirra naut viö, en bíða
síðan við flóann, í Hvallátrum eða Skál-
eyjum, þar til garðinn lægði. Það voru
stundum erfiðar ferðir og óliægar — ekki
sízt ef mjölsáldrið ;:em kaupmaðurinn
lánaði hafði vöknað, og var orðið hálf
ónýtt þegar heim kom. — En,
„Endurminningin merlar æ
á mánasilfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar." —
Og góðra manna háttur er það, að halda
því frekar á loft sem gott er og bjart
yfir í endurminningunni en hinu, sem
skugga bregður á bjartan dag.
— En þó mikið sé um sumardaga og
sunnan þey í bók Guðjóns, svo sem
vænta mátti, þá bregður þó öðru fyrir. —
— Þrír menn leggja upp á Þorskafjarð-
arheiði um hávetur. Þeir hreppa hríðar-
byl. Við fáum fregnir af því, hvernig
tveir þeirra helfrjósa úti á hjarninu. En
sá sem heim komst til byggða og sagði
frá tíðindum, leið mestar kvalirnar og
sárastan dauða. —
— Lítill drengur týndist og finnst ekki
í langri leit. Seinna finnst tærð beina-
grind í árgljúfri fram til fjalla. Þar
heimta foreldrarnir barnið sitt. —
Skin og skuggar skiptast á í hverri
sögu, sé hún rétt sögð.
— Það er ekki lítill menningarsöguleg-
ar fróðleikur, sem Guðjón og hans líkar
hafa dregiö á land með ritstörfum sín-
um á elliárum, og er verk þeirra varla
metið að verðleikum. Og náma verða
bækur þeirra lærðum mönnum, sem síðar
vilja skrifa um þetta efni lærðar bækur.
Bók Guðjóns Jónssonar er ekkert
„lærð.“ Hún er alþýðleg í bezta máta.
Mér þótti gaman að lesa hana, og svo
mun hafa verið um fleiri Barðstrendinga.
Og ég vona að Guðjón láti ekki við svo
búið sitja. Óefað geymir hugur hans enn
margt úr byggðum Breiðafjarðar, sem
gott væri að ekki færi í gröfina með
honum. Og sama snyrtimennskan ein-
kennir ritstörf hans og búskapinn forð-
um. Sóðaskapur fyrirfinnst þar enginn. —
Nokkrar myndir eftir Þorstein Jóseps-
son prýða bókina.
Bergsveinn Skúlason.
Jón úr Vör. ÞorpiS. Ljóöaflokkur.
Reykjavík 1946.
Haustið 1937, fyrir níu árum, kemur
út fyrsta ljóðabók Jóns úr Vör. „Ég ber
að dyrum,“ lítil bók með athyglisverðum
kvæðum ungs verkamanns. Þau vekja
strax mikla eftirtekt, hljóta góða dóma,
og eru þegar sama ár prentuð í annarri
útgáfu. Á feröinni er auðsjáanlega mað-
ur, sem ekki yrkir út í bláinn eða af
einskærri hagmælsku, heldur gerir alvar-
lega tilraun og nær árangri. Skömmu
síðar siglir þessi ungir maður til náms
í Svíþjóð og ferðast einnig víöar um, allt
til Suður-Evrópu; snýr síðan heim aftur.