Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 23
D VÖL 165 ekki aS opna augun — erum hrædd við að sjá allt svart. Eins og allt sé ekki svart fyrir þeim, sem gengur með augun aftur, sér ekki ljósið, dýrðina? Víst var margt svart, en var ekki oft eitt- hvað annað á bak við, eitthvað bjart og fagurt? Hann varð léttari og léttari í spori, því að hann var ungur, já, bara mjög ungur — og það stóð strókurinn fram úr hónum, eins og þegar eimir úr gufuskipi, því að það var svo skrambi kalt núna, þó að veðrið væri fagurt. Jæja, sólin skein, og það mynd- uðust nýir og nýir skuggar. Yíir- valdið, sem aldrei hafði farið þessa leið, nálgaðist hauginn við veginn — eða var það ekki haugur. Ein- liver hraukur var það, var hrauk- ur úr gömlu og góðu íslenzku torfi, en það var eins og púströr upp úr honum, púströr, sem hall- aðist. Nú lagði upp úr því dauí- biáan reyk, en maðurinn var bú- inn að gleyma haugnum í bili og horfði hátt, horfði á himininn og á fjöllin. í haugnum, því að haugurinn var holur, sat kona. Hún bar höf- uðið hallt, og hún heyrði mjög ilia. Nóg heyrði hún samt til þess að vita, að úti í heiminum geisaði siríð. Þar börðu vondir menn á góðum — og höfðu æviniega bet- ur. Sumir þeirra, sem fóru hall- loka, höfðu bori?;t upp á Suður- landiö — og víst meira segja norð- ur í Eyjafjörð, voru reyndar sagðir meinlausir — flestir, — en voru samt að bauka eitthvað með byss- ur. Þeir vildu ekki drepa, enda voru það þessir góðu, en sagðir voru þeir kvensamir, og það var víst voðaleg hörmung tii þess að vita, hvernig þeir létu e.ð því leyt- inu. Aldrei á ævinni hafði hún striðs- mann séð, og hún vonaðist til þess, að þaö ætti ekki fyrir henni aö liggja. Eftir því, sem henni hafði verið fortalið, höfðu þeir víst sumir haft það til að ráðast á varnarlausar konur, jafnt gaml- ar sem ungar —- einmitt þær varnarlausu. Sagan að norðan, hörmuleg var hún! Konan hafði verið að hita kvöldkaffi frammi í eldhúsi, en húsbóndinn að spila. Hún hafði haft opinn glugga, manneskjuauminginn, og allt í einu stekkur eitt hjólliðugt kvik- indi inn um gluggann og stingur upp í hana kefli... En guð gaf konunni móðinn — og hljóðin, og þö að stríðsmaðurinn væri liðugur, þá var hann ekki — guð náöi! Á seinustu stundu, elleftu stundu varð konunni bjargað. Já, himnafaöirinn varð aldrei fulllofaður fyrir það, að þeir voru ekki hér vestra. Síðan maðurinn hennar burtkallaðist, var hún alltaf ein. Og hvað gat hún? Hún eldaði náttúrlega grautinn, ef mélið var þá til, og hún þreif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.