Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 10
152
D VÖL
þá dásamlegustu óperettu, sem þú
getur hugsað þér. Ég er viss um
að þú yrðir alveg dauðhrifinn af
henni!
— Jæja.
— Ef þú vilt leika við mig tenn-
is á morgun, þá hringdu til mín,
elskan.
Elskan! Hann var búinn að vera
elskan þeirra allt of margra, þess-
ara malandi símaradda. Það sló
niður eldingu í heila Owens
Carruthers og hann reis á fætur
úr hægindastólnum, virðulega, eins
og þeim ber, sem tekið hefur þýð-
ingarmikla ákvörðun. Hann vakti
Mortimer með snjöllu kalli, og
hann hraðaði sér glaðvakandi inn
til húsbónda síns.
— Búðu niður, Mortimer! Búðu
niður, núna, strax, tafarlaust! Við
förum.
— En hvert, herra? Hvenær,
herra?
— Við förum í nótt, Mortimer.
Héðan af umgöngumst við aðeins
karlmenn. Við munum verða frjáls-
ir eins og stormurinn og staðfast-
ir eins og Dofrafjöll. Frá og með
þessari stundu eru engar konur til
fyrir okkur.
— Fyrirtaks hugmynd, herra.
En Mortimer getur varla leynt
pínulitlu vafabrosi.
Ákvörðun og framkvæmd hefur
alltaf fylgst að hjá Owen
Carruthers. Klukkustundu síðar
situr hann ásamt þjóni sínum í
þægilegum sætum í fyrsta flokks
vagni í miðnæturhraðlestinni, sem
er á leit til úthéraðsins Kaliforníu.
Ánægja Owens vex með hverri
mílu, sem vegalengdin vex á milli
hans og borgarinnar. Og hann fer
inn í svefnvagninn með höfuðið
fullt ag ljúfum hugsunum um ein-
veru og endalausar óbyggðir. Litlu
síðar sefur hann svefni hinna rétt-
látu og dreymir um villidýraveiðar
og fiskveiðar í félagsskap hraust-
legra, sólbrenndra karlmanna.
Glampandi sólargeisli smýgur
inn á milli gluggatjaldanna og
vekur hann. Owen opnar gluggann
og stendur augliti til auglitis við
villtan, ósnortinn barrskóg, og
skógarlyktin er svo römm, aö hann
kitlar í nasirnar. Klukkustundu
síðar fer hann úr lestinni hjá lít-
illi, fallegri stöövarbyggingu, og
gengur stæltum skrefum upp barr-
þakta götuna, sem liggur til gisti-
hússins. Gullboröalagöur yfirvörð-
ur tekur að sér að sjá um farang-
ur hans og Owen fer upp í her-
bergi sitt til að búa sig undir
einlífi óbyggðanna.
Veslings Owen. Hann gleymir al-
veg þeirri tegund af kven-rándýr-
um, sem halda til í hinum enda-
lausu óbyggðum, fela sig í skóg-
unum, bylta sér í bylgjum hafsins,
skýtur upp á golfvöllum og tennis-
völlum. Hann gætir þess ekki held-
ur, að á öllum íþróttastöðvum .eru
líka straumlínulöguð innanhúss-
rándýr, sem veiða karlmenn á sína
laglega máluöu og á annan hátt