Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 58
200
D VÖL
smátt litu menn af Bjarnar-Jóa og á mig, og þeir glottu. Ég vissi, að ef
ég reyndi að þagga niður í honum, mundi ég lenda í áflogum, svo áfram
var haldið að leikslokum. Þegar yfir lauk, var ég innilega glaður yfir að
Mae Romero skyldi ekki eiga bræður. Hvílík endemis hræsni og bersýni-
legt tál var það ekki, sem Bjarnar-Jói hafði farið með. Loks stóð hann
upp og brosti enn sínu heimska brosi, þegar hann sagði aftur. „Viský?“
Ég held, að allir viðstaddir hafi kennt í brjósti um mig. Þeir hættu
að horfa á mig og töluðu saman af miklum ákafa. Bjarnar-Jói fór inn í
horn, skreið undir kringlótt spilaborð, hnipraði sig saman eins og hundur
og sofnaði. ^
Alex Hartnell horfði samúðarfullur á mig.
„Er þetta í fyrsta sinn, sem þú heyrir til hans?“
„Já, hver fjandinn sjálfur er hann?“
Alex anzaði ekki strax spurningu minni.
„Ef þú hefur áhyggjur af mannorði Mae, skaltu sleppa þeim. Bjarnar-
Jói hefur fyr elt hana.“
„En hvernig heyrði hann til okkar. Ég sá hann hvergi.“
„Enginn sér eða heyrir Bjarnar-Jóa, þegar hann er í þessum erindum.
Hann ber sig um án þess nokkur hreyfing sjáist. Veiztu hvað ungu pilt-
arnir hérna gera, þegar þeir fara út meö stúlku? Hafa með sér hund.
Hundar eru hræddir við Jóa og finna lyktina af honum.“
„En herra minn trúr! Þessar raddir-------“
Alex kinkaði kolli. „Já, við skrifuðum háskólanum nokkrir saman um
Jóa, og þeir sendu hingað sálfræðing. Hann athugaði Jóa og sagði okkur
svo frá Blinda Tuma. Hefirðu heyrt hans getið?“
„Þú átt við svarta slaghörpuleikarann? Já, ég hef heyrt hann
nefndan.“
„Einmitt. Blindi Tumi var fábjáni. Hann var naumast talandi, en
hann gat haft eftir allt, sem hann heyrði leikið á slaghörpu, þó það
væru löng tónverk. Þeir reyndu hann á verkum snillinga og hann
lék ekki aðeins lögin eftir þeim, heldur líka persónulegar áherzlur. Til
að villa um hann gerðu þeir smá mistök, og hann lék mistökin eins.
Hann endurvarpaði leik þeirra út í yztu æsar. Maðurinn sagði, að eins
væri þetta með Bjarnar-Jóa, nema hvað hann endurvarpar orðum og
röddum. Hann reyndi Jóa á langri klausu á grísku og Jói hafði hana
hárrétt eftir. Hann skilur ekki orðin, sem hann fer með, hann flytur
þau bara. Hann hefur ekki greind til að setja neitt saman sjálfur, svo
þú getur verið viss um, að það sem hann segir, hefur hann heyrt.“