Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 7
D VÖL
149
dálítið annað til þess að hraða
ferð hans. Hann vildi ekki hitta
skólabræður sína. Bezti vinur hans
í bekknum hafði slitið kunnings-
skap við hann, vegna þess að hinir
höfðu í barnalegri stéttarmeðvit-
und lýst yfir, að það væri smán að
umgangast Mauritz, eins og komið
væri — hann hafði mætt nokkrum
þeirra einn daginn, þar sem hann
var með handvagninn í eftirdragi;
hann hafði heilsað, en þeir raðað
sér upp á gangstéttinni og hlegiö
storkandi, um leið og hann dró
hlassið fram hjá þeim í kámugum
vinnufötum, hlegið storkandi að
honum, eins lengi og hann mátti
heyra til þeirra. Nei, þá vildi hann
ekki hitta á þessari stundu! Hann
hljóp með krepptan hnefa og inni-
byrgt, örvæntingarfullt hatur.
Komið aftur, drengir! Hart móti
hörðu, rustaskapur mót rustaskap,
og krepptir hnefarnir á kjamm-
ana á ykkur, bleyðukvikindi með
einfeldingslega derringinn!
Ojæja, Mauritz, hatrið það arna
og krepptu hnefarnir verða þér að
gagni í lífsbaráttunni. Og sú kem-
ur líklega tíðin, að þér lærist að
skilja, að hæðniorð stráka skipta
ekki miklu máli, hvort heldur
þeim er beint að óhreinum verka-
mannafötum eða hvítum húfum,
rósum í hnappagatinu, söngnum
og æskugleðinni. — Þarna gekk
hann yfir skólagarðinn, lítill,
grannholda, en seigur. Stanzaði á
miðjum blettinum og kveikti sér í
MARTIN KOCH var sænskur rit-
höfundur, f. 1882 og d. 1940. Hann
ólst upp á fremur fátæku heimili í
Stockhólmi. Hann hóf rithöfundarferil
sinn með sögunni Ellen, en hún fjall-
ar um líf verkakonu og dauða henn-
ar af starfssjúkdómi. Hann skrifaði
síðan ýmsar skáldsögur, er fjölluðu
um líf verkamanna, og var um skeið
talinn fremstur þeirra höfunda í Sví-
þjóð, sem tóku sér fyrir hendur að
lýsa lífi verkamanna. Fremsta verk
hans er skáldsagan Guds vackra
varld, er gefur glögga sýn í heim hug-
' sjónalífs og félagsmála. Á efri árum
sínum skrifaði Koch lítið, en gaf þó
út smásagnasafn 1918 og ljóðakver,
sem vann sér almenningshylli í Sví-
þjóð.
vindlingi, vonandi að einhver
kennaranna sæi til hans, því að
auðvitað verður að vera gaman aö
guðspjallinu! — Hann gekk út um
skólahliðið og braut um leið að
baki sér þær brýr, er tengdu hann
við alla bernskudagana í hópi
glaðra félaga, lexiur, raunastundir
með áminningar, nótur og fall-
einkunnir — fagnaðarstundir með
dálitla framfaraspretti, verðlaun
og hrós kennaranna. — Já, kenn-
ararnir! Margar voru nú sögurnar
um þá, hina ströngu, hina háðsku,
hina geðvondu, hina viðmótsgóöu.
Nei, Mauritz var alls ekki að hugsa
um það, þar sem hann gekk. Hann
hugsaði um það, sem í vændum
var. Hann hugsaði um subbulega
málaravinnustofu, sem beið hans,