Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 41
DVÖL 183 svo að segja hvern einasta ál í ánni. — Þú manst, að ég sagði, að hún heíði verið köld, sagði hann, — og að hún hefði .aldrei komið nærri karlmanni, og aldrei þráð karl- mann. En það var nú síður en svo, Kosmó, þú skalt ekki halda það. Það er satt, að hún lét sér ekki títt um Jcarlmenn, en hún leit við einum manni, og þú ferð nærri um það, hver sá maður var. — Og hvað varð því svo vald- andi, að upp úr þessu slitnaði? — Slitnaði? Mjög merkilegt at- vik, Kosmó, mjög merkilegt. Það voru tuttugu svefnherbergi þarna í höllinni, og við sváfum í hverju einasta þeirra. En eitt kvöldið hlýt ég að hafa Verið eitthvað ruglað- ur og hafa álpazt inn í skakkt her- bergi. Um leið og ég kom inn, sá ég hana í rúminu ásamt öðrum manni. Hún hljóðaði upp yfir sig. — Maðurinn minn, sagði hún, og ég snerist á hæli og hljóp út um gluggann og renndi mél nið- ur eftir þakrennunni. En það merkilegasta við þetta allt saman var það, að hún var alls ekki gift, og mér hefur aldrei tekizt að kom- ast að því, hver þessi náungi var. — Jæja, svo að þú komst aldrei að því? sagði Kosmó frændi. — Nei, sagði Sílas, — mér tókst aldrei að hafa upp á því. — Jæja, sagði Kosmó, — það er nú svo langt síðan þetta gerðist, að ég held, að það geti ekki sakað, þó að ég segi þér það. Ég veit sem sé af tilviljun hver þessi náungi var, Sílas. — Jæja. — Já. — Og hver var það þá? sagði Sílas. Kosmó frændi dró djúpt and- ann, sneri upp á skeggið og reyndi að vera bæði iðrandi og sigri hrós- andi á svipinn í einu. — Sílas, sagði hann, — mér fellur illa að þurfa aö segja það, en það var enginn annar en ég. Sílas frændi sat orðlaus i eina mínútu eða svo. Hann deplaði augunum og horfði út um glugg- ann. Svo athugaði hann vínið í glasi sínu gaumgæfilega. Að lok- um leit hann þó á Kosmó frænda. — Kosmó, sagði hann. — Þú hefur nú farið víða, og þú hefur heyrt sitt af hverju, en þú hefur ekki séð margt. Veiztu ekki, að það er engin höll í Stoke? Og þar er reyndar engin á heldur. Kosmó frændi svaraði engu. — Og ertu líka búinn að gleyma, hvar þú dvaldir veturinn níutíu og þrjú? En Kosmó frændi svaraði þessu heldur engu. — Það er ekki lengra síöan en í gær, sagði Sílas, — að þú sagðir mér frá því, að þú hefðir verið i Barbados það árið og skemmt þér konunglega með dóttur biskupsins þar? Er þetta annars ekki stór- merkilegt? Andrés Kristjánsson íslenzkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.