Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 18
160 D VÖL hlotið að heyrast alla leið til Sýkja- múrs. Svo settist frú Weatherbee upp, og mamma þreif í hana og náði góðu taki í hálsmálið á lérefts- kjólnum hennar. Hann rifnaði af henni, alveg eins og ræma af lausu veggfóðri. Hún öskraði aftur, þeg- ar hún sá hvernig kjóllinn henn- ar fór. En þá sneri mamma sér aftur að pabba gamla. Hann sat á jörð- inni og var svo hræddur, að hann þorði ekki að róta sér einn þuml- ung. „Hvað á þetta að þýða, Morris!“ skrækti hún framan í hann. „Góða Marta, ég skrapp bara aðeins hingað út eftir til að hjálpa upp á veslings ekkjuna,“ sagði hann og leit upp á mömmu eins og hann gerir, þegar hann er hræddur. „Það þarf að fara að sá í garðinn hennar, og þess vegna lagði ég á Idu og skrapp hingað til að plægja ögn fyrir hana.“ Mamma sneri sér í hring og þreif aftur í frú Weatherbee. í þetta skipti gat hún ekki náð taki á henni annars staðar en í hárið. „Ég geri ráð fyrir því, Morris", sagði mamma og hvessti augun á pabba gamla, „að kálið í garðin- um vaxi miklu betur, ef þú kitlar sætuna þá arna neöan í iljarnar“. „Marta mín“, sagði hann, og þokaði sér aftur á bak frá henni, „ég var alls ekkert að hugsa um það. Það eina, sem ég hafði í hyggju, var að gera ekkjunni greiða, þegar ég sá illgresið koma upp í garðinum hennar". „Þegið'u, Morris!“ sagði mamma. „Bráðum ferðu að skella skuldinni á ídu.“ „Heyrðu nú, Marta,“ sagði pabbi gamli og ók sér ögn lengra burt á buxnarassinum, „það er ekkert vit í aö láta svona. Þetta er fátæk ekkja.“ „Ég læt eins og mér sýnist,“ sagði mamma og stappaði niður fætinum. „Ég verð að arka út og tína fíflablöðkur í matinn til að halda lífinu í okkur, meðan þú flækist um sveitina með hest og plóg og ræktar garða fyrir allra handa drósir. Að maður tali nú ekki um að kitla berar býfurnar á þeim með hanafjörðrum þar að auki. Það er þokkalegt háttalag." Pabbi gamli opnaði munninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.