Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 18
160
D VÖL
hlotið að heyrast alla leið til Sýkja-
múrs.
Svo settist frú Weatherbee upp,
og mamma þreif í hana og náði
góðu taki í hálsmálið á lérefts-
kjólnum hennar. Hann rifnaði af
henni, alveg eins og ræma af lausu
veggfóðri. Hún öskraði aftur, þeg-
ar hún sá hvernig kjóllinn henn-
ar fór.
En þá sneri mamma sér aftur
að pabba gamla. Hann sat á jörð-
inni og var svo hræddur, að hann
þorði ekki að róta sér einn þuml-
ung.
„Hvað á þetta að þýða, Morris!“
skrækti hún framan í hann.
„Góða Marta, ég skrapp bara
aðeins hingað út eftir til að hjálpa
upp á veslings ekkjuna,“ sagði
hann og leit upp á mömmu eins
og hann gerir, þegar hann er
hræddur. „Það þarf að fara að sá
í garðinn hennar, og þess vegna
lagði ég á Idu og skrapp hingað til
að plægja ögn fyrir hana.“
Mamma sneri sér í hring og
þreif aftur í frú Weatherbee. í
þetta skipti gat hún ekki náð taki
á henni annars staðar en í hárið.
„Ég geri ráð fyrir því, Morris",
sagði mamma og hvessti augun á
pabba gamla, „að kálið í garðin-
um vaxi miklu betur, ef þú kitlar
sætuna þá arna neöan í iljarnar“.
„Marta mín“, sagði hann, og
þokaði sér aftur á bak frá henni,
„ég var alls ekkert að hugsa um
það. Það eina, sem ég hafði í
hyggju, var að gera ekkjunni
greiða, þegar ég sá illgresið koma
upp í garðinum hennar".
„Þegið'u, Morris!“ sagði mamma.
„Bráðum ferðu að skella skuldinni
á ídu.“
„Heyrðu nú, Marta,“ sagði pabbi
gamli og ók sér ögn lengra burt á
buxnarassinum, „það er ekkert vit
í aö láta svona. Þetta er fátæk
ekkja.“
„Ég læt eins og mér sýnist,“
sagði mamma og stappaði niður
fætinum. „Ég verð að arka út og
tína fíflablöðkur í matinn til að
halda lífinu í okkur, meðan þú
flækist um sveitina með hest og
plóg og ræktar garða fyrir allra
handa drósir. Að maður tali nú
ekki um að kitla berar býfurnar á
þeim með hanafjörðrum þar að
auki. Það er þokkalegt háttalag."
Pabbi gamli opnaði munninn