Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 13
dvöl
155
— Ef til vill, svaraði hún óákveð-
ið.
Miðvikudagskvöldið kom. Carrut-
hers og félagi hans hreyfðust
mjúklega um troöfullt dansgólfiö
í E1 Morocco. Owen fannst þetta
dásamlegt kvöld. Þegar þau voru
komin heim, kyssti hann hana.
Akela, sem annars var svo köld,
féll út úr hlutverkinu og endur-
galt kossinn af tilfinningu. Síðan
sleit hún sig gætilega lausa. — Ó,
elsku Owen, þetta máttiröu ekki.
Snjöll stúlka. Hún vissi hvernig á
að neita kossi án þess aö missa af
honum. — Þú kyssir alveg eins og
hestaprangari, bætti hún við,
Öwen varð himinlifandi yfir
þessari viðurkenningu. — Við skul-
um ríöa út á morgun, ljósið, sagði
hún svo.
— Já, elskan.
’ \
Morguninn eftir riöu þau hlið
við hlið í skugga trjánna.
— Vilt þú ætíð ríða við hlið
mína? spurði Owen, eins og á leik-
sviði.
— Já, Owen, ætíð.
•—• Ég elska þig.
Þegar söguhetjan okkar heyrði
þessi orð, vissi hún að hún hafði
sigrað. Owen gafst skilyrðislaust
upp fyrir Akelu um aldur og ævi.
Rándýrið hafði sigrað. Allar konur
eru rándýr.
S. K. þýddi.
* * *
hvert flýgur ÞÚ — ?
Hvert flýgur þú, litli fuglinn minn,
er fölva haustsins á grasiö slær?
Ég hlusta á sumarsönginn þinn,
hann söng mig gleðinni ávalt nær.
Þú komst með vorblænum, vinur minn,
er vetrarskuggarnir liðu lijá, ,
þá vaknaði aftur við óðinn þinn
mín áður kulnaða sumarþrá.
Er haustið kemur og nálgast nótt
úr norðursins kalda, myrka geim
þú hraðar för þinni héðan skjótt,
ég heyri þytinn frá vængjum tveim.
Þín leið var mörkuð um langsótt höf
til landanna hlýju suður frá,
en ég stóð eftir við opna gröf
þar önduð sumarvon mín lá.
Jónas Tryggvason.