Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 17
DVÖL Í59 Rétt í sama bili heyrði ég frú Weatherbee skríkja. Ég leit í átt- ina til hússins, og ég þurfti ekki einu sinni að rísa á fætur til að sjá hana og pabba gamla. Frú Weatherbee skríkti og skríkti eins og hún væri galin, alveg hreint eins og flestar stelpurnar í skólan- um gerðu, þegar þær vissu um eitthvert leyndarmál. í fyrstu sá ég ekkert annað en bera fæturna á henni, sem dingluðu út af brún- inni á tröppunum. Svo sá ég pabba gamjla, sem stóð á hjlaðlinu og kitlaði hana með hanafjöður. Frú Weatherbee lá á bakinu á tröpp- unum, og hann stóð þarna og kitl- aði hana neðan í berar iljarnar allt hvað af tók. Við og við hopp- aði hann upp í loftið, þegar hún skríkti sem hæst. Hún hafði klætt sig úr skónum og sokkunum, því ég sá þá liggja í hrúgu á tröppun- um. Frú Weatherbee var ekki gömui eins og hinar giftu konurnar, því hún hafði verið í menntaskóla í borginni, þegar hún giftist um vorið, og hún hafði bara verið sæta í tvo eða þrjá mánuði. Hún lá þarna á tröppunum og iöaði sér til á bakinu, spriklaði fótunum út yfir brúnina og skríkti og tísti, eins og hún væri alveg að deyja af því karlinn kitlaði hana svona með hanafjöðrinni. Við og við skellti hún upp úr eins hátt og hún gat, og það var nú það fyndn- asta af öllu, því þegar hún gerði ERSKINE CALDWELL er banda- rískur rithöfundur, sem vakið hefur allmikla athygli, einkum fyrir sögur þær er lýsa lífi verkamanna og smá- bænda í Suðurrikjum Norður- Ame- ríku. Kunnustu bækur hans til þessa eru Tobacco road og Gods little acre, sem þýdd hefur verið á islenzku. Caldwell er hispurslaus í frásögn og bregður mjög fyrir sig hrjúfri kímni, og hefur jafnvel svo langt gengið, að sumar bækur lians hafa verið for- boðnar, a. m. k. um nokkurt skeið. Nýlega er komin út eftir hann bók er nefnist Georgia boy, og minnir sú bók ofurlítið á sjálfsævisögu, hvað sem satt er í því efni. Þarna kemur fram hin hrjúfa og sérkennilega kímni Cald- wells í augljósri mynd. — Þátturinn, sem hér er birtur, er kafli úr þeirri bók. það, hoppaði karlinn upp í loftið eins og héri. Ég hafði steingleymt mömmu, því ég var upptekinn að hlusta á frú Weatherbee og horfa á pabba, gamla, en rétt í þessu leit ég yfir í bakgarðinn og sá mömmu koma. Hún stefndi beint að tröppunum, þar sem þau voru. Svo gerðist allt í svo skjótri svipan, að það var erfitt að fylgj- ast með því, sem fram fór. Það fyrsta, sem ég tók eftir, var þaö, að mamma tók í hárið á pabba gamla og slengdi honum aftur á bak, kylliflötum. Svo þreif hún í aðra löppina á frú Weatherbee og hún rak upp öskur, sem hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.