Dvöl - 01.07.1946, Side 17

Dvöl - 01.07.1946, Side 17
DVÖL Í59 Rétt í sama bili heyrði ég frú Weatherbee skríkja. Ég leit í átt- ina til hússins, og ég þurfti ekki einu sinni að rísa á fætur til að sjá hana og pabba gamla. Frú Weatherbee skríkti og skríkti eins og hún væri galin, alveg hreint eins og flestar stelpurnar í skólan- um gerðu, þegar þær vissu um eitthvert leyndarmál. í fyrstu sá ég ekkert annað en bera fæturna á henni, sem dingluðu út af brún- inni á tröppunum. Svo sá ég pabba gamjla, sem stóð á hjlaðlinu og kitlaði hana með hanafjöður. Frú Weatherbee lá á bakinu á tröpp- unum, og hann stóð þarna og kitl- aði hana neðan í berar iljarnar allt hvað af tók. Við og við hopp- aði hann upp í loftið, þegar hún skríkti sem hæst. Hún hafði klætt sig úr skónum og sokkunum, því ég sá þá liggja í hrúgu á tröppun- um. Frú Weatherbee var ekki gömui eins og hinar giftu konurnar, því hún hafði verið í menntaskóla í borginni, þegar hún giftist um vorið, og hún hafði bara verið sæta í tvo eða þrjá mánuði. Hún lá þarna á tröppunum og iöaði sér til á bakinu, spriklaði fótunum út yfir brúnina og skríkti og tísti, eins og hún væri alveg að deyja af því karlinn kitlaði hana svona með hanafjöðrinni. Við og við skellti hún upp úr eins hátt og hún gat, og það var nú það fyndn- asta af öllu, því þegar hún gerði ERSKINE CALDWELL er banda- rískur rithöfundur, sem vakið hefur allmikla athygli, einkum fyrir sögur þær er lýsa lífi verkamanna og smá- bænda í Suðurrikjum Norður- Ame- ríku. Kunnustu bækur hans til þessa eru Tobacco road og Gods little acre, sem þýdd hefur verið á islenzku. Caldwell er hispurslaus í frásögn og bregður mjög fyrir sig hrjúfri kímni, og hefur jafnvel svo langt gengið, að sumar bækur lians hafa verið for- boðnar, a. m. k. um nokkurt skeið. Nýlega er komin út eftir hann bók er nefnist Georgia boy, og minnir sú bók ofurlítið á sjálfsævisögu, hvað sem satt er í því efni. Þarna kemur fram hin hrjúfa og sérkennilega kímni Cald- wells í augljósri mynd. — Þátturinn, sem hér er birtur, er kafli úr þeirri bók. það, hoppaði karlinn upp í loftið eins og héri. Ég hafði steingleymt mömmu, því ég var upptekinn að hlusta á frú Weatherbee og horfa á pabba, gamla, en rétt í þessu leit ég yfir í bakgarðinn og sá mömmu koma. Hún stefndi beint að tröppunum, þar sem þau voru. Svo gerðist allt í svo skjótri svipan, að það var erfitt að fylgj- ast með því, sem fram fór. Það fyrsta, sem ég tók eftir, var þaö, að mamma tók í hárið á pabba gamla og slengdi honum aftur á bak, kylliflötum. Svo þreif hún í aðra löppina á frú Weatherbee og hún rak upp öskur, sem hefur

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.