Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 39
D VÖL
181
ton tvisvar í viku í veiöivagni, og
hún var oft með svart sjal meö
rauðum bryddingum.
— Dökkhærð kona?
— Já, alveg rétt. Svart mikið
hár, og löng svört augnahár. Ynd-
isleg kona.
— Já, Sílas, þegar þú lýsir henni,
man ég vel eftir henni.
— Bíddu við, Kosmó, manstu
ekki líka, hvað allir sögðu um
þessa stúlku?
— Jú.
—- Að hún hefði aldrei litið á
karlmann á ævi sinni, vildi ekki
líta á karlmenn. ísköld eins og
fiskur. Engum þýddi að reyna að
nálgast hana. Karlmennirnir höfðu
alls staðar elt hana á röndum, en
allt kom fyrir ekki. Hún sat aðeins
heima í höll sinni, horfði út um
gluggann og málaði myndir.
Manstu þetta ekki?
— Jú, j ú, ég . . .
— Þú manst líka vel eftir höll-
inni í Stoke, stendur niðri við ána?
— O, já, já, Sílas, mjög vel,
mjög vel.
— Við eigum ekkert land að
ánni, sagði Sílas, — og þess vegna
hafði ég stundað ofurlítið veiði-
þjófnað þar, lagt þar nokkur ála-
net og fáeinar snörur. Morgun einn
um sex-leytið gekk ég fram hjá
hallarveggnum með svo sem þrjá-
tíu ála í körfu. Þá kallaði hún til
mín. Hún sat þarna við op í múr-
inn með grindina sína og var að
mála. Það var einmitt að birta af
degi, og seinna sagði hún mér, að
hún heföi verið að mála sólarupp-
komuna yfir ánni. — Jæja, sagði
hún, — þér hafið þá verið að
stunda veiðiþjófnað. Ja, hverju
átti ég að svara? Mér voru öll
sund lokuð. Hún hafði mig alveg
á valdi sínu, og það vissi hún.
— Og hvað gerði hún svo?
— Ja-há, Kosmó, það var mjög
merkilegt. Hún sagði við mig: —
Ég skal nú annars ekki segja neitt
um þetta, ef þú vilt koma hérna
inn til mín og lofa mér að mála
þig alveg eins þú ert. Auðvitað í
þessum klæðum með álakörfuna
og allt saman. — Ég á víst ekki á
öðru völ en að taka þann kostinn,
sagði ég og gekk inn til hennar,
og hún byrjaði að mála mig þegar
í staö. Öll fjölskyldan var farin
eitthvert til vetursetu, svo aö við
vorum alein í höllinni, að undan-
teknum þjóninum og eklinum,
sagði hún. — Jæja, og hér eftir
kemur þú hingað á hverjum degi
og veiðir ála og kemur svo hingaö
til mín með körfuna þína og lofar
mér að mála þig.
Og síðan sagði Sílas frændi frá
því — milli margra vænna vín-
sopa — hvernig hann hefði gert
allt, sem hún bað hann um í meira
en viku. Hann hafði farið á ála-
veiðar snemma á hverjum morgni,
en síðan komiö við í höllinni og
smogið þar inn um bakdyr og lát-
ið hana mála sig, og stundum lá
hún meira að segja í rúminu. En