Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 39

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 39
D VÖL 181 ton tvisvar í viku í veiöivagni, og hún var oft með svart sjal meö rauðum bryddingum. — Dökkhærð kona? — Já, alveg rétt. Svart mikið hár, og löng svört augnahár. Ynd- isleg kona. — Já, Sílas, þegar þú lýsir henni, man ég vel eftir henni. — Bíddu við, Kosmó, manstu ekki líka, hvað allir sögðu um þessa stúlku? — Jú. —- Að hún hefði aldrei litið á karlmann á ævi sinni, vildi ekki líta á karlmenn. ísköld eins og fiskur. Engum þýddi að reyna að nálgast hana. Karlmennirnir höfðu alls staðar elt hana á röndum, en allt kom fyrir ekki. Hún sat aðeins heima í höll sinni, horfði út um gluggann og málaði myndir. Manstu þetta ekki? — Jú, j ú, ég . . . — Þú manst líka vel eftir höll- inni í Stoke, stendur niðri við ána? — O, já, já, Sílas, mjög vel, mjög vel. — Við eigum ekkert land að ánni, sagði Sílas, — og þess vegna hafði ég stundað ofurlítið veiði- þjófnað þar, lagt þar nokkur ála- net og fáeinar snörur. Morgun einn um sex-leytið gekk ég fram hjá hallarveggnum með svo sem þrjá- tíu ála í körfu. Þá kallaði hún til mín. Hún sat þarna við op í múr- inn með grindina sína og var að mála. Það var einmitt að birta af degi, og seinna sagði hún mér, að hún heföi verið að mála sólarupp- komuna yfir ánni. — Jæja, sagði hún, — þér hafið þá verið að stunda veiðiþjófnað. Ja, hverju átti ég að svara? Mér voru öll sund lokuð. Hún hafði mig alveg á valdi sínu, og það vissi hún. — Og hvað gerði hún svo? — Ja-há, Kosmó, það var mjög merkilegt. Hún sagði við mig: — Ég skal nú annars ekki segja neitt um þetta, ef þú vilt koma hérna inn til mín og lofa mér að mála þig alveg eins þú ert. Auðvitað í þessum klæðum með álakörfuna og allt saman. — Ég á víst ekki á öðru völ en að taka þann kostinn, sagði ég og gekk inn til hennar, og hún byrjaði að mála mig þegar í staö. Öll fjölskyldan var farin eitthvert til vetursetu, svo aö við vorum alein í höllinni, að undan- teknum þjóninum og eklinum, sagði hún. — Jæja, og hér eftir kemur þú hingað á hverjum degi og veiðir ála og kemur svo hingaö til mín með körfuna þína og lofar mér að mála þig. Og síðan sagði Sílas frændi frá því — milli margra vænna vín- sopa — hvernig hann hefði gert allt, sem hún bað hann um í meira en viku. Hann hafði farið á ála- veiðar snemma á hverjum morgni, en síðan komiö við í höllinni og smogið þar inn um bakdyr og lát- ið hana mála sig, og stundum lá hún meira að segja í rúminu. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.