Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 43
D VÖL
185
við. Þaö var skrítið, hún hafði
aldrei fengið að vita af hvaða
presti myndin var, sem hékk yfir
orgelinu við hliðina á litprentuð-
um loforðum heilagrar Margrétar
Maríu, A1 asoque. Hann hafði ver-
ið vinur föður hennar í skóla. Þeg-
ar hann sýndi gesti myndina sagði
hann tjáningarlaust: „Hann er
núna í Melbourne“.
Hún hafði samþykkt að fara,
yfirgefa heimili sitt. Var það skyn-
samlegt? Hún reyndi að vera rétt-
lát í dómi sínum. Hér heima hafði
hún þak yfir höfuðið og mat, og
hér voru þeir sem hún þekkti frá
því hún fyrst mundi eftir sér. Hún
hafði mikið að gera bæði heima
og í verzluninni. Hvað mundu þær
segja í búðinni þegar þær fréttu
að hún hefði strokið með strák?
Ef til vill að hún væri gift og
að einhver sem auglýst væri eftir
kæmi í hennar stað. Ungfrú Gavan
yrði glöð. Hún hafði alltaf haft
horn í siðu hennar einkum ef fólk
var nálægt. „Ungfrú Holl, sjáið
þér ekki að frúrnar bíða?“
„Reynið þér nú að vera vakandi
ungfrú Holl.“
Hún myndi ekki gráta yfir að
fara úr búðinni.
í nýjum heimkynnum, í ókunnu
landi myndi allt verða öðruvísi.
Þá myndi hún vera gift — hún
Eveline. Fólk myndi bera virðingu
fyrir henni. Það myndi ekki verða
farið með hana eins og farið var
með móður hennar. Jafnvel enn-
þá, þótt hún væri orðin nítján ára,
óttaðist hún stundum illskuköst
föður síns. Hún fékk oft hjartslátt
þegar hún heyrði í honum. Þegar
hún var yngri hafði hann aldrei
ráðizt á hana eins og Ernest og
Harry, en undanfarið hafði hann
byrjað að hóta henni og sagði að
hann vægði henni aðeins vegna
móður hennar sálugu. Og nú
verndaði enginn hana meir. Ernest
var dáinn og Harry, sem vann við
kirkjuskreýtingar var oftast úti á
landi. Þar atf auki var hún orðin
dauðþreytt á þessu sífellda jagi
um peninga á laugardagskvöld-
unum. Hún lét hann fá allt kaup
sitt — sjö shillinga — og Harry
sendi það sem hann gat misst,
erfiðast var að fá peninga hjá
föður hennar. Hann sagði að hún
eyddi peningunum í óþarfa og hún
hefði ekkert vit á peningum og að
hún fengi ekki aura hjá sér til að
henda út á götu, hann hefði nóg
með að vinna fyrir þeim, og margt
annað, því venjulega var hann
auga-fullur á laugardagskvöldum.
Loksins fékk hún þó peningana
hjá honum og var spurð hvort hún
ætlaði sér ekki að kaupa fyrir þá
í sunnudagsmatinn. Svo hljóp hún
út og flýtti sér eins og hún gat að
ná í búð, hún hélt á leðurbuddunni
i hendinni og olnbogaði sig gegn
um ösina í búðunum og kom ekki
heim fyrr en seint, þreytt og ör-
magna. Það var erfitt að sjá um
húshaldið, hún varð að sjá um að