Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 38
180
D VÖL
þá má ég nú ekki gleyma þeirri
grísku í Aþenu, og blómarósunum
tveim í Port Said. Þær tilbiðja mig
allar. Ég er heldur ekki alveg sak-
iaus af greifadóttur einni í Kol-
ombó og norskri stúlku í Singa-
pore, og mér er ómögulegt að
muna, hvort þær eru fjórar eða
fimm í Shanghai. Já, og svo auð-
vitað í Japan ....
— Bíddu nú hægur, sagði Sílas,
— Ég hélt að þú heíoir siglt þér til
heilsubótar?
— Og svo þekki ég rússneska
stúlku í Hong Kong, og hún hefur
látið tattovera á sig skjaldböku .. .
— O, jæja, það finnst mér nú
ekkert merkilegt heldur. Hérna
niðri á Svaninum var þjónustu-
stúlka með gauk eða eitthvaö
þess háttar tattóverað á sig ....
— Já, þaö var einmitt gaukur,
sagði Kosmó frændi. — Ég ætti
að vita það, því að það var ég, sem
fékk hana til að láta gera það.
Henni líkaði vel við mig. Já það
var einmitt gaukur. Þess vegna
höfðu þeir það alltaf til orðs hérna,
að gaukurinn sæist fyr í Harling-
ton en annars staðar í Englandi.
Sílas frændi lét sér fátt um finn-
ast. Hann drakk hugsandi langan
teyg af glasi sínu, rýndi rauðum
augum sínum upp í loftið og var
alltaf jafn efagjarn og meinfýs-
inn á svipinn. Og þegar Kosmó
frændi fór aö segja honum frá
tveim nunnum í Bologna, baunaði
Sílas á hann mergjaðri hneykslis-
sögu um aðventista í Skagness.
Og þegar Kosmó frændi sagði frá
þvi, að franskur eiginmaður hefði
eitt sinn komið að sér á náttskyrt-
unni einni, stillt sér upp viö vegg
og otað að sér marghleypu, gróf
Sílas upp gamla sögu um það, að
skógarvörður einn í Bedfordshire
hefði eitt sinn blásið af honum hatt
inn með skoti úr tvíhleyptri byssu.
Því svipmeiri sem frásögn Kosmó
frænda varð, því minnisbetri varð
Sílas frændi á merkilega atburði
úr lífi sínu. — Hef ég nokkurn
tímann sagt þér frá vikunum
þrem, sem ég dvaldi í Arles hjá
frönsku greifafrúnni? sagði Kosmó
frændi.
— Nei, sagði Sílas, en hef ég
nokkurn tímann sagt þér frá mán-
uðinum, sem ég dvaldi hjá hertoga-
dótturinni í Stoke Kastle? Hinni
hávelbornu Súsönnu, þú manst
þó eftir henni?
— Ja, hvað er annars langt síð-
an?
— Það var veturinn níutíu og
þrjú. Þú hlýtur að muna eftir
henni. Hún ók alltaf til Harling-