Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 14
156
DVOL
Pabbi gamli fór með fyrra móti
á fætur og labbaði út úr húsinu.
Hann sagði ekki hvert hann ætl-
aði, og mamma var svo upptekin
að búa sig undir þvottinn, að hún
gætti ekki að því að spyrja hann
um það.
Þegar hann fór svona að heim-
an, og mamma spurði hann, hvert
hann ætlaði, sagði hann vanalega,
að hann þyrfti að hitta einhvern
í hinum enda borgarinnar, eða
hann þyrfti að vinna svolítið ein-
hvers staðar skammt frá. Ég veit
ekki, hvað hann hefði sagt í þetta
sinn, ef mamma hefði ekki verið
of upptekin til að spyrja hann.
Jæja, hann hafði rifið sig upp
á undan öllum öðrum og labbað
beint fram í eldhús og eldað sjálfur
morgunmat handa sér. Þegar ég
kom á fætur, var hann búinn að
Pakbi cfai/nli ocf Acetan
EFTIR ERSKINE EALDWELL
spenna Idu fyrir vagninn. Hann
klifraði upp í sætið og ók af stað
út á götuna.
„Má ég fara með, pabbi?“ spurði
ég. Ég hljóp ofan götuna við hlið-
ina á kerrunni og hélt mér í
kjálkann og þrábað hann að lofa
mér með. „Elsku pabbi lofaðu mér
með,“ sagði ég.
„Ekki í þetta sinn, góð'i minn,“
sagði hann, sló í ídu meö taum-
unum, svo hún fór að brokka. „Ef
ég þarf á þér að halda seinna, þá
sendi ég eftir þér.“
Þau skurkuðu niður götuna og
beygðu fyrir hornið og hurfu.
Þegar ég kom aftur inn í húsið,
var mamma að bjástra yfir elda-
vélinni. Ég settist niður og beiö
eftir að fá eitthvað í gogginn, en
ég minntist ekki á pabba. Ég varö
alltaf gramur, þegar ég var skil-