Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 51
D VÖL 193 LÆKNINGASTDFA Á EFRI HÆÐINNI Eftir Damon Runyon. Brackett læknir var einstakt valmenni. Á hinni löngu ævi sinni fjallaði hann um fleiri sjúklinga en nokkur annar læknir í borginni. En hann hafði ekki að sama skapi miklar tekjur, því að sjúkiingar hans voru oftast blásnautt fólk, sem lítil ráð hafði á aö greiða læknishjálpina. Hann var ólatur að fara á fætúr um biksvartar vetrarnætur og aka langa leið til þess að líkna sængurkonu eða barni, eða gera að sárum slasaðs manns. Hvert smábarn í allri borginni þekkti Barckett lækni og lækninga- stofuna hans, sem var á hæðinni fyrir ofan klæðaverzlun eina. Lítið skilti var þar yfir dyrunum, og á því stóð: Barckett lœknir. Lœkn- ingastofa á efri hœðinni. Barckett læknir var piparsveinn. Eitt sinn fyrr á árum álitu menn þó, að hann hefði ætlaö að giftast Elviru Kromvell, dóttur banka- stjórans. En á sjálfan brúökaupsdaginn hafði hann verið kvaddur til mexíkansks drengs, sem lá sjúkur og átti lieima langt úti í sveit, og hann fór orðalaust. Ungfrú Elviru þótti sér svo misboðið með þessu háttalagi, að hún rauf trúlofunina og aflýsti brúðkaupinu. Maöur, sem hugsaði meira um sjúkan mexíkanskan dreng en sitt eigiö brúðkaup, var ekki mikils virði í hennar augum. Margt kven- fólk í borginni var og á hennar máli um það. En foreldrar drengsins áttu engin orð til yfir þakklæti sitt, og hann náði fullri heilsu. í full fjörutíu ár hafa lamaðir haltir og blindir staulazt upp stig- ann að lækningastofu Barcketts. Hann tók á móti öllum. En þegar Barckett læknir var sjötugur að aldri, hneig hann eitt sinn örendur út af á legubekkinn i lækningastofu sinni. Jarðarför hans varð ein hin fjölmennasta, sem fram hafði farið í borginni. Það mátti heita, að hvert einasta mannsbarn væri þar viðstatt. Síðan var á það minnzt að safna fé til þess að reisa minnisvarða á leiði Barcketts læknis. Það komst meira að segja svo langt, að menn voru farnir að skeggræða um það, hvað tilhlýöilegast væri að letra á steininn. En nokkur tími leið án þess af framkvæmdum yrði. En dag einn höföu menn þær fréttir að flytja, að búið væri að reisa minnisvarða á gröf Barketts, og meira að segja komin á hann áletrun. Það voru foreldrar litla, mexíkanska drengsins, sem hér höfðu verið að verki. Foreldrar litla drengsins, sem hann hafði bjargað á brúðkaupsdaginn sinn fyrir mörgum árum! Þeim hafði fundizt alveg ótækt, að ekki væri einhver minnisvarði á gröf þessa góða læknis. En þau áttu enga peninga, og legsteinar voru dýrir. Samt dóu þau ekki ráðalaus. Þau tóku skiltið, sem verið hafði yfir dyrunum að lækningastofu Barcketts og komu því fyrir á gröf hans. Og þar gafst nú á að líta: Barckett lœknir Lœkningastofa á efri hœðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.