Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 57
Q
staup handa öðrum væri hann viss um, að sá hinn sami myndi endur-
gjalda í sömu mynt þegar í stað. Því datt alveg yfir mig, þegar einn af
viðstöddum lagði pening á borðið. Feiti Karl fyllti glas. Ófreskjan greip
það og svolgraði úr því.
„Hvert í heitasta------“ byrjaði ég, en Alex hastaði á mig.
Nú hófst kynlegur leikur. Bjarnar-Jói fór fram að dyrum og laumaðist
svo inn á mitt gólf. Alltaf brosti hann sama bjánabrosinu. Svo lagðist
hann á magann. Úr barka hans kom rödd, sem mér fannst ég þekkja.
„En þú ert of falleg til að eiga heima í svona óþverraholu.“
Röddinn hækkaði, varð mjúk og með svolítið annarlegum málblæ.
„O, þetta segir þú nú.“
Ég er viss um, að minnstu munaði, að ég félli í öngvit. Blóðið dunaði
fyrir eyrum mínum. Ég eldroðnaði. Þetta var mín rödd, sem kom úr
barka Bjarnar-Jóa, mín rödd og mínar áherzlur. Og svo rödd Mae
Romero — nákvæmlega. Hefði ég ekki séð manninn, sem á gólfinu lá,
hefði ég kallað á hana. Samtalið hélt áfram. Slíkt lætur alltaf bjána-
lega í eyrum, þegar aðrir hafa það eftir. Bjarnar-Jói hélt áfram, eða
réttara sagt, ég hélt áfram. Hann hafði eftir orð og hljóð. Smátt og