Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 56
198
DVÖL
andi voð, þá fannst þér, er þú opnaðir skellihurðina hjá Feita Karli,
•sást mennina sitja þar og Karl koma á móti þér, að þetta vera ágætis
staður. í annað hús var ekki að venda.
Menn spiluöu þar mjög meinlausan póker. Timothy Ratz, leigusali
minn, lagði kabal og hafði hressilega rangt við, því að hann fékk sér
ekki staup nema þegar spilið gekk upp. Það hef ég séð hann leika fimm
sinnum í röð. Þegar hann vann, stokkaði hann spilin nettlega, lagði
þau frá sér og gekk virðulega að drykkjarborðinu. Feiti Karl, sem búinn
var að hálffylla glas áður en hann kom, spurði: „Hvað viltu“? „Viský“,
anzaði Timothy alvarlega.
Þarna sátu menn frá bændabýlunum og úr þorpinu á hörðum stól-
unum eða stóðu upp við slitið borðið. Venjulega skröfuðu menn í hljóði,
nema þegar kosningar eða hnefaleikar stóðu fyrir dyrum, en þá mátti
heyra ræðuhöld og háværar deilur.
Mér var alltaf illa við að fara út í rakt myrkrið, heyra í fjarska gang-
hljóð skurðgröfunnar og rölta svo heim í ömurlega herbergið mitt hjá
frú Ratz,
Skömmu eftir að ég kom til Loma, komst ég í kynni við Mae Romero,
laglega, hálfmexikanska stúlku. Á kvöldin gengum við stundum niður
í Suðurhlíðina, þar til þokan hrakti okkur heimleiðis. Eftir að ég fylgdi
henni heim, fór ég í vínstofuna.
Kvöld eitt sat ég þar og spjallaði við Alex Hartnell, sem átti laglega,
litla jörð. Við vorum að tala um silungsveiðar, þegar útihuröinni var
hrundið upp. Þögn varð í stofunni og Alex hnippti í mig. „Þetta er
Bjarnar-Jói,“ hvíslaði hann. Ég leit við.
Viðurnefnið lýsir honum betur en ég fæ gert. Hann líktist stórum,
heimskum, brosandi birni. Svartur, úfinn hausinn hjó fram í gráðið
og langir handleggir löfðu niður, eins og honum væri eiginlegt að beita
fjórum fótum, en léki það sem list að standa uppréttur. Fótleggirnir
voru stuttir og bognir, en fæturnir einkennilega breiðir. Hann var í
bláum vinnufötum og berfættur. Ekki var að sjá, að fætur hans væru
vanskapaðir, en þeir voru eins breiðir og þeir voru langir. Hann stóð í
dyrunum og svinglaði handleggjunum, eins og fábjána er vani. Um
andlitið lék fíflslegt gleðibros. Svo kom hann inn og þótt hann væri stór
og luralegur, virtist hann læðast. Hann hreyfði sig ekki eins og maður,
heldur eins og dýr, sem laumast í myrkri. Við borðið nam hann staðar
og leit smáum, glápandi augum af einum á annan og spurði:
„Viský?“
í Loma voru menn ekki útausandi. Fyrir gat komið, að maður keypti