Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 25
DVÖL 167 mundi það einmitt, að hann hafði heyrt þessa Sigríöi kallaða i um- tali Siggu heyrnarlausu. Hann lítillækkaði sig því alveg niður að eyranu á henni: — Ég er enginn stríðsmaður, Sigriður mín. Ég er bara lögreglu- stjórinn þinn, Þórbergur lögreglu- stjóri. Nú }eit hún upp, votum og rauð- um augum. Munnurinn á henni var opinn og andlitið bæði skælt og hrukkótt. Hún horfði fyrst framan í manninn, og svo á gylltu borðana, og hún strauk því næst hrjúfri hendinni eftir hnappa- röðinni. Loks horfði hún svo bet- ur á andlitið á honum. Yfirvaldið kinkaði kolli og hróp- aði í eyraö á henni, að þetta væri bara lögreglustjórabúningur, — hún þyrfti ekkert að óttast. En ennþá fór hún í hnipur: — Ætlarðu þá — ha! ... ætl- arðu þá aö löghirða mig, gamla konuna? O, nei, nei, hann vildi bara vita, hvernig henni liði, hafði átt leið þarna fram hj á og lítið inn til henn ar, viljað vita, hvort hana van- hagaði ekki um eitthvað. Það skyldi allt verða sent til hennar á morgun, og svo mundi hann sjá um það, að framvegis yrði litið inn til hennar að minnsta kosti einu sinni á dag. Oho! Guð hafði þá heyrt hana, Jesús vitjað hennar, eða kannski hann Jón sálaði, þó að þeir hefðu verið henni ósýnilegir. Hún tók hönd mannsins, og hann fékk henni seðilinn: — O, blessaður maðurinn! Eng- inn af þeim stærri hefur verið slíkur öðlingur í minn garð. Ef það hefði verið sýslumaður — og hafði þó enginn sýslumaður um hana hugsað, því að hún hafði aldrei gert neitt af sér, ekki einu sinni átt barn með honum Jóni sálaða, hvað þá öðrum. Nú brosti yfirvaldið, kvaddi kon- una og fór út. Hann horfði á dimmblátt hafið, snjóhvíta jörðina og hvít og há- reist fjöllin. Sólin var að hverfa. Nú náði skugginn af Hyrnunni alveg yfir að Ósum, þar sem yfir- valdið átti að fara að halda upp- boð. Og yfirvaldið skundaði af stað. Þeim var kannski farið að leiðast að bíða. Miðja vegu að Ósum staldraði maðurinn og leit um öxl. Nú var kofinn eins og hrúg- ald. Og ungi og góði maðurinn hugs- aði með sér: — Að líkindum verður þess ekki langt að bíða, að þarna komi ó- sýnilegur stríðsmaður. Þá marr- ar ekkert í hurðinni — og þar veröur engin enska töluð — ekki íslenzka heldur. Svo líða nokkrir dagar, og gamalli konu verður holað ofan í jörðina. Síðan kemur að því, að ég held uppboð — á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.