Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 61

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 61
Sigurboginn. Skáldsaga eftir Erich Maria Remarque. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri 1946. Síðan Remarque skrifaði bókina „Tíð- indalaust á Ves.turvígstöðvunum" hefur hann verið heimsfrægur og dáður höf- undur. Hann var þýzkur ríkisborgari, en þegar Nazistar komu til valda í Þýzka- landi, varð hann að flýja land og dvald- ist þá langvistum í Prakklandi og Sviss. En styrjaldarárin síðustu dvaldi hann í Bandaríkjunum, og þar mun hann hafa ritað þessa bók, Sigurbogann. Hún hefur farið eldi um alla Evrópu nú hin síöustu misseri, svo að til fádæma má telja, og er nú komin út á flestum Evrópumálum. Margir telja, að með þessari bók rísi hróður Remarques hæst, en hvað sem um það má segja, er hitt fullvíst, að með henni hefur honum tekizt að rita stór- brotna skáldsögu, gædda raunveruleik og örlagaþunga síðustu umbrotatíma. Hún er í senn aldarspegill, hrópandi ákæra og mannlífsmynd. Aðalsöguhetjan er ungur, þýzkur lækn- ir, er lifir sem réttlaus flóttamaður í París síöustu árin fyrir heimsstyrjöldina, án allra borgaralegra skilríkja. Síðan er rakinn ferill hans og ýmissa annarra manna og kvenna, er svipað er ástatt um, störfum hans á laun í þágu franskra lækna, viðskiptum hans við lögregluna, baráttunni fyrir lífinu. Bókinni lýkur er styrjöldin er skollin á, og öllum flótta- tnönnum er smalað í fangabúðir. En við líf þessa manns koma margvíslegar mann- eskjur og sundurleitir atburöir, þar birtist iðandi stórborgarlífið í stórbrotnum myndum, með öll sín gistihús, veitinga- staði, knæpur og vændiskvennahús — griðastaði landflótta gesta. En gesturinn sogast ekki í iðuna. Hann er maður, ein- staklingur, sem lifir, elskar og hatar, þrátt fyrir allt: Þessi bók er dýrðlegur lofsöngur um manninn, manninn, sem rís upp úr eldskírninni. Þegar öllu er fórnað, heimili og ástvinir tortímd, hver lífsdraumur kæfður, hver taug, sem getur fundiö til, kvölum níst, þá rís maðurinn upp í allri sinni dýrð og öllum sínum styrk, án umbúða, án fjötra, og heimur- inn er hans. Þá er hann lífið sjálft, laust úr hlekkjum sýndargulls, frummaðurinn, krýndur reynr.lu aldanna með rakinn hvern fjötur. Hann getur skilið án þess að falla, fundið til án þess að blikna, hatað án þess að brenna og elskaö án þess s.ð veröa leiksoppur eigin ástríðna. Slíkir menn eru von heimsins. Þeir geta byggt upp nýjan heim — ekki hvatvísir og laushentir sigurvegarar. Þetta er vel skrifuö bók, óbrotgjarn minnisvarði um flóttamanninn, manninn, sem þolaö hefur stríð allra styrjalda, en er hvorki sigraður né sigurvegari, en á þó skilning beggja, reynslu beggja. Mannþekking höfundarins er mikil, sam- úð hans einlæg og trúnaður hans við lífið og mannlegar tilfinningar fölskvalaus. Lífið verður margbrotið og einfallt í senn í höndum hans, persónurnar hjartahrein- ar og treyzkar í einu. Stíll Remarque er ákaflega látlaus og einfaldur, en snerpa hans og beiting minnir allmikið á Hemmingway, hvorn sem krýna skal vegsemd lærimeistarans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.