Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 45
DVÖL
187
sett upp hatt móður hennar, til
að shemmta krökkunum.
Hún mátti ekki sitja svona leng-
ur, en þó sat hún áfram við glugg-
ann og hallaði höfðinu upp að
glöggatjöldunum og fann veikan
þef af rykugum dúkunum. Um-
ferðaspilari spilaði einhvers staðar
í götunni.
Hún kannaðist við hljómana.
Það var skrítið, að hún skyldi
heyra sama lagið þetta kvöld, það
var sama lagið, sem spilað var
þegar hún lofaði móður sinni að
reyna að halda heimilinu saman
eins lengi og hún gæti. Hún mundi
eftir seinasta kvöldinu, sem móðir
hennar lifði. Hún var aftur stödd
í litla herberginu við hliðina á
forstofunni og hún heyrði ítalskt
lag spilað fyrir utan. Þetta sama
lag. Umferðaspilaranum hafði
verið skipað að hypja sig
burt og hent í hann nokkrum aur-
um. Faðir hennar hafði rigsað inn
í herbergið og sagt:
„Helvítis tatarinn, að þvælast
hér“.
Hún hugleiddi lífið, sem móðir
hennar hafði lifað og hún gat ekki
losað sig við þessar ömurlegu sýn-
ir. Þessu lífi, sem var fórnað fyrir
smámuni. — Hún skalf þegar hún
heyrði móður sína endurtaka í
brjálæðislegum ákafa:
„Derevann Seraum! Derevann
Seraum!“
Hún reis óttaslegin á fætur.
Flýja! Hún varð að flýja! Frank
myndi bjarga henni. Hann myndi
þyrma henni við slíku lífi, og ef
til vill elska hana líka. Hún vildi
lifa. Hvers vegna ætti hún að vera
óhamingjusöm? Hún átti rétt á
að vera hamingjusöm. Frank
myndi faðma hana að sér. Hann
rnyndi bjarga henni.
Hún stóð í iðandi manngrúan-
um við Norðurvegginn. Hann hélt
í höndina á henni og hún vissi að
hann var að tala við hana, hann
var að tala um ferðina og endur-
tók það aftur og aftur. Stöðin var
brún af hermönnum, með brúnan
farangur. — Hún sá svartan
skrokk skipsins gegnum hafnar-
skýlin, það lá við hafnargarðinn
og ljósin skinu út um kýraugun.
Hún svaraði engu. Hún fann að
hún var föl og henni var kalt.
Hún bað til guðs, að leiðbeina sér
í örvæntingu sinni, hvaða leið hún
ætti að velja, til að gera skyldu
sína. Skipið blés draugalega í
þokunni. Ef hún færi, þá yrði hún
úti á hafi á morgun með Frank,
á leið til Buenos Ayres. Það var
búið aö skrifa þau. Gat hún hætt
við að fara eftir allt það sem
hann hafði gjört fyrir hana? Hún
fann til ógleði, varir hennar bærð-
ust í heitri bæn.
Bjölluhljómur, hún kipptist við.
Hún fann að hann tók í höndina
á henni.
„Komdu!“
Það var eins og öll höf veraldar
þrýstust að brjósti hennar. Hann