Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 34
176 D VÖI. um, og á ferjunum var flutt til borgarinnar matvæli, fatnaður og lyf, og þær fluttu heimilislaust fólk á brott. íbúar borgarinnar voru líkastir herliði á flótta. Þeir notuðu hand- vagna, hjólbörur, barnavagna — yfirleitt hvað sem var, til að bjarga á eignum sínum úr húsum þeim, er voru á hættusvæðinu. Ýmsu skrítnu var bjargað: — kanarífugli, klukku, saumavél. Ekkja ein bjarg- aði engu nema skrautsverði mannsins síns sáluga. Einn maður var samt ákveðinn í því, að vera kaldur og rólegur, þrátt fyrir það, að næstu hús stóðu í björtu báli. Hann fór sér rólega að því að klæða sig, raka sig, greiddi sér vandlega og lét dót sitt niður í ferðatösku. En þegar hann var að ganga niður götuna vakti einhver athygli hans á því, að hann hafði gleymt að fara í buxurnar. Flestir hinna heimilislausu héldu til í Golden Gate skemmtigarðin- um eða í Presidio-garðinum; þeir matreiddu og sváfu undir beru lofti. Fáeinir þeir heppnustu höfðu náð í hermannatjöld og hermanna- vistir. Eina nóttina fæddust 20 börn í Golden Gate skemmtigarð- inum. Hinar ógurlegustu lygasögur höfðu komizt á kreik: Sagt var að flóðbylgja hefði skolað New York borg á brott um leið og jarð- skjálftinn varð í San Francisco. Chicago hafði runnið út í Michig- an-vatnið; dýrin í dýragarðinum höfðu losnað við jarðskjálftann og röltu nú um og nærðust aðallega á heimilislausa fólkinu i Golden Gate garðinum. Hryllilegar sögúr voru sagðar af líkræningjum, sem náðst höfðu með afskorna kvennafingur í vös- unum — þeir höfðu ekki gefið sér tíma til aö ná hringunum af. Sam- kvæmt sögum þessum voru slíkir náungar ætíð hengdir tafarlaust í næsta ljósastaur. En sannleikur- inn var sá, að engir þjófar voru hengdir. Tveir menn voru drepnir, sennilega í misgripum, og sá þriðji var skotinn af sjálfskipuðum varð- manni. Sagt er að íbúarnir hafi verið svo bráðir að hefja endurbygging- arstarfið, að maður nokkur skað- brenndi á sér hendurnar við að tína saman steinana úr húsinu sínu, sem var rétt brunnið og hrun- ið. Blöðin hófu brátt útkomu aftur. Þúsundir sjálfboðaliða hjálpuðu við að hreinsa til í rústunum. Kaupmenn opnuðu verzlanir í tjöldum, skúrum eða bara úti und- ir beru lofti. Viðkvæðið var: „Taliö ekki um jarðskjálftann. Talið um viðskipti!“ Fyrsta verzlunin, sem opnuð var aftur, hafði hvorki á boðstólum fatnað né aðrar nauðsynjar, heldur bréfspjöld með ljósmyndum af ó- sköpunum. Peningar, sem höfðu hálfbráðnað í hitanum, hálfbrunn- ir hlutir og aðrar minjar um þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.