Dvöl - 01.07.1946, Side 34

Dvöl - 01.07.1946, Side 34
176 D VÖI. um, og á ferjunum var flutt til borgarinnar matvæli, fatnaður og lyf, og þær fluttu heimilislaust fólk á brott. íbúar borgarinnar voru líkastir herliði á flótta. Þeir notuðu hand- vagna, hjólbörur, barnavagna — yfirleitt hvað sem var, til að bjarga á eignum sínum úr húsum þeim, er voru á hættusvæðinu. Ýmsu skrítnu var bjargað: — kanarífugli, klukku, saumavél. Ekkja ein bjarg- aði engu nema skrautsverði mannsins síns sáluga. Einn maður var samt ákveðinn í því, að vera kaldur og rólegur, þrátt fyrir það, að næstu hús stóðu í björtu báli. Hann fór sér rólega að því að klæða sig, raka sig, greiddi sér vandlega og lét dót sitt niður í ferðatösku. En þegar hann var að ganga niður götuna vakti einhver athygli hans á því, að hann hafði gleymt að fara í buxurnar. Flestir hinna heimilislausu héldu til í Golden Gate skemmtigarðin- um eða í Presidio-garðinum; þeir matreiddu og sváfu undir beru lofti. Fáeinir þeir heppnustu höfðu náð í hermannatjöld og hermanna- vistir. Eina nóttina fæddust 20 börn í Golden Gate skemmtigarð- inum. Hinar ógurlegustu lygasögur höfðu komizt á kreik: Sagt var að flóðbylgja hefði skolað New York borg á brott um leið og jarð- skjálftinn varð í San Francisco. Chicago hafði runnið út í Michig- an-vatnið; dýrin í dýragarðinum höfðu losnað við jarðskjálftann og röltu nú um og nærðust aðallega á heimilislausa fólkinu i Golden Gate garðinum. Hryllilegar sögúr voru sagðar af líkræningjum, sem náðst höfðu með afskorna kvennafingur í vös- unum — þeir höfðu ekki gefið sér tíma til aö ná hringunum af. Sam- kvæmt sögum þessum voru slíkir náungar ætíð hengdir tafarlaust í næsta ljósastaur. En sannleikur- inn var sá, að engir þjófar voru hengdir. Tveir menn voru drepnir, sennilega í misgripum, og sá þriðji var skotinn af sjálfskipuðum varð- manni. Sagt er að íbúarnir hafi verið svo bráðir að hefja endurbygging- arstarfið, að maður nokkur skað- brenndi á sér hendurnar við að tína saman steinana úr húsinu sínu, sem var rétt brunnið og hrun- ið. Blöðin hófu brátt útkomu aftur. Þúsundir sjálfboðaliða hjálpuðu við að hreinsa til í rústunum. Kaupmenn opnuðu verzlanir í tjöldum, skúrum eða bara úti und- ir beru lofti. Viðkvæðið var: „Taliö ekki um jarðskjálftann. Talið um viðskipti!“ Fyrsta verzlunin, sem opnuð var aftur, hafði hvorki á boðstólum fatnað né aðrar nauðsynjar, heldur bréfspjöld með ljósmyndum af ó- sköpunum. Peningar, sem höfðu hálfbráðnað í hitanum, hálfbrunn- ir hlutir og aðrar minjar um þess-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.