Dvöl - 01.07.1946, Side 24

Dvöl - 01.07.1946, Side 24
166 DVÖt gólfið og gaf kettinum. En hvað mundi hún geta í viðureign við stríðsmenn? Jesús! Hún skaut höfðinu ennþá meira á ská og skotraði augunum út um gluggann, út á ískalt hjarnið. Æ, það sást lítið út um þennan glugga. Reyndar mátti henni vera sama. Allt var frosið, já, á næt- urnar hálffraus hún sjálf, svo að það var mesta furða, að hún skyldi ekki fyrir langa löngu vera komin til hans Jóns síns sálaða ... Hún leit til dyranna, ekki af 'því að hún heyrði neitt marr, ýskur eða fótatak, heldur af umhugsun- inni um voðann, sem sumir áttu við að búa. En hún sá hurðina ljúkast upp. Skyldu þeir nú vera að koma með mélið til hennar? ... Nei, hann var ekki með mél, þessi maður.... Allt í einu sá hún, tók hún eftir, að ... Og þarna fór hún í hnipur. Skyldu þeir þá vera komnir vestur líka? Ó, himnanna faðir. Voru þeir komnir, þeir stríðsins þrjótar, svívirðandi konur og fíflandi stúlkur? Gátu þeir þá ekki einu sinni látið frosnar skrukkur í friði og valið sér af skárra tæinu? Hún spennti greipar: — Góði guð! Sendu mér nú hann Jón minn til hjálpar gegn þeim vonda stríðsmanni, sem kom- inn er undir mitt þak, viljandi kannski eitthvað frá mér taka, en guð má vita hvað — köttinn? — og mér sjálfri mein gera. Amen! Og svo fór hún að gráta. Hún heyrði vart sinn eigin grát, en máski heyrði guð hann? Og hvað sem öðru leið, þá heyrði hann til hennar, þessi komumað- ur, því að nú gekk hann inn gólfið og klappaði henni á kinnina. — Hættu að gráta, Sigríður min, því að ég þykist vita, að þetta sé Sigríður Egilsdóttir á Grundarhóli. Hættu að gráta — þetta er bara nýi lögreglustjórinn. Hér eru engir hermenn! En gamla konan heyrði ekki nema hreim annarlegra orða, og hún hélt, að nú væri maðurinn að tala útlenzkuna. Og hún herti svo bara á grátinum, því hvað kunni hún að tala útlenzkar tungur? Yfirvaldið sá, að ekki mundi mega við svo búið standa. Hann tók upp pyngju sína og rétti kon- unni seðil. En hún bara hristi höfuðið. Á gamals aldri hafði hún ekkert að selja, hafði reyndar aldrei selt neitt —■ sér vitanlega, jú, prjón og band, en nú hafði hún ekkert slíkt. Að svona fínn maöur vildi kannski kaupa sængina hennar — eða köttinn? Og aftur hristi hún höfuðið, og tárin féllu ofan á handarbakið á manninum. — Viltu ekki lítilræðið, kona góð? sagði stjórnandinn. — Þér er alveg óhætt. Ég geri þér ekki neitt! Konan hristist, og tárin hrukku, og nú rann allt í einu ljós upp fyrir lögreglustjóranum. Hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.