Dvöl - 01.01.1948, Page 11

Dvöl - 01.01.1948, Page 11
DVÖL 9 sagði gamli maðurinn ennfremur, eins og honum félh miður að sleppa þessu umræðuefni. En hon- um kom ekki til hugar neitt annað, sem hann gæti sagt um það, og varð því andartaksþögn. Stuttu seinna sagði hann: „Þetta er Charing Cross-brúin. Og sú næsta — þessi hvíta þarna fyrir handan — er Waterloo-brúin. Handan við hana er.......“ „Waterloo-brúin?“ Mennirnir tveir töluðu nú báðir samtímis. Það hafði allt í einu færzt líf í svip- dauf andlit þeirra, og augun log- uðu. Annar þeirra benti út um opinn gluggann og sagði ákafur við konuna: „Waterloo-brúin. Manstu ekki eftir . ... “ Hinn maðurinn sneri sér að gamla manninum og sagði: „Það var Vivien Leigh, sem lék aðal- hlutverkið í kvikmyndinni „Wat- erloo-brúin.“ Hann sneri sér ákaf- ur við, til þess að geta séð brúna betur. Aldraði maðurinn sagði: „Já einmitt það. Þetta er auðvitað nýja brúin. Sú gamla var rifin, þegar þessi var byggð.“ Konan sagði við samferðamenn sína, án þess að líta af brúnni: „Já, og Robert Taylor. Það var Vivien Leigh og Robert Taylor.“ Aldraði maðurinn leyfði þeim að hugsa og tala um brúna langa stund. Svo hóf hann máls aftur, en röddin var ofurlítið raunaleg: „Og þarna gegnt brúnni er skipið, sem Scott sigldi á í heimskauta- leiðangri sínum ....“ En annar ferðamaðurinn sneri sér ákafur að gamla manninum og sagði: „Já, hún er dásamleg, hún Vivien Leigh! Svo þetta er þá Waterloo-brúin,“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.