Dvöl - 01.01.1948, Side 24

Dvöl - 01.01.1948, Side 24
22 ur. Stutt hvíld hátt yfir hinni ið- andi veröld. Sólin stráði geislum sínum, fjallið ljómaði, tréð virtist steinrunnið, og fuglinn söng. Hinn einhæfi söngur hans hlaut að vera eilífðin, eilífðin. Já, svarti fuglinn söng og söng og starði í sífellu á okkur skæru, litlu auga, sem vel hefði getað verið höggvið af kristalli. Mér féll þetta tillit illa, og söngurinn líka, en verstur af öllu fannst mér þó einmanaleikinn, sem var tengdur þessum heimshluta. Dauðinn var hér svo fjarlægur, hér lifði allt að eilífu með óskiljanlegum sársauka. Eitthvað varð að gerast. Það varð að gerast þegar í stað, á þessu andartaki, annars mundum við og allur heimurinn verða að steini. Ég fann, að þessir síðustu at- burðir þjökuðu mig á sama hátt og þrumuveður. Mér fannst sem D V Ö L líkami minn og sál berðust við ó- \ stöðugan sótthita. Það fjaraði út og kom svo aftur og hvarf aldrei til fulls. Allt í einu flögraði fuglinn upp af greinunum og steypti sér niður í geiminn. Og í sama bili stökk fararstjóri minn á eftir honum. Hann hrapaði frá himninum, flúði frá þessu. Og nú var örlagahjólið komið á hreyfingu líka þarna uppi. Nú gat ég hrifið vitund mína úr álögun- um. Allt hverfðist í huga mér, og ég fann, að ég stökk, ég hrapaði og stökk aftur — ég flúði burt. Kalt loftið þyrlaðist um mig. Ég hljóp burt frá öllu, sem þjakaði mig, Ég hljóp. Ég hljóp burt frá öllum órum og kastaði mér að lokum um háls móður minnar. Andrés Kristjánsson þýddi. Lítil reikningskunnátta. Professor Einstein, hinn heimsfrægi stærðfræðingur, lenti í deilum við sporvagnsstjóra í Berlín út af því, hvort hann hefði gefið rétt til baka eð'a ekki. Að lokum fór vagnstjóranum að leiöast þófið og mælti: „Það er bezt að sleppa yður með þetta, því að reiknings- kunnáttan er víst ekki á sérlega háu stigi.“ Án undirskriftar. Ameríkumaður einn hafði heyrt að Kipling léti ekki rithandar- sýnishorn, nema gegn fimm króna gjaldi. Hann sendi því rithanda- bók sína tii skáldsins ásamt fimm króna seðli. En hann varð ekki lítið undrandi þegar hann fékk bókina aftur frá Kipling og í henni stóð aðeins: „Þökk fyrir."

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.