Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 27

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 27
DVÖL 25 GRAFSKRIFT EFTIR ÓSKAR AÐALSTEIN J Hún barði ekki að dyrum — bara kom án þess að gera vart við sig. Kannski var húsmóðirin að jag- ast í börnunum. Þá var haldið áfram að jagast, ekki hirt um að kasta kveðju á aðkomukonuna. Og það var í rauninni sama, hvernig á stóð, þegar hún kom. Fólkið tók ekki eftir henni nema stundum. En það voru litlu börnin, þau komu strax á hana auga, báðu til hennar og fengu að vera hjá henni. Svo fór þessi kona eins hljóðlega og hún hafði komið. Hún hét Símonía og var Magn- úsdóttir. Þetta var einstæðings gamalmenni. Hún hafði fæðzt mál- laus. Ekkert orð hafði komið fram á varir hennar í áttatíu ár. Og nú var hún dáin, þetta skar, þetta brjóstumkennalega strá. Allan sinn aldur hafði hún verið daglegur gestur hjá velflestum tómthús- mannakonum þarna á mölinni. Og fólkið gat haft hreina samvizku gagnvart hinni látnu. Það hafði gert vel til hennar, bugað að henni bæði mat og smáskildingum og máske í og með umfram efni. Oft komu vond ár. Þá var hungurvof- an á næstu grösum. Stundum stóð hún í dyragættinni og ógnaði öllu, sem lífsanda dró. En Símoníu var ekki gleymt. Enda var ekki hægt að hugsa sér öllu meiri synd, en að láta slíkt strá eitt og afskiptalaust. Hún hafði dáið að afhallandi sumri. Nokkrar tómthúsmanna- L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.