Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 31

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 31
DVÖL 29 iýndi niður í rennusteinana. Hún var horfin. í miklum spenningi og óvissu hljóp hann aftur upp aö verzlunargluggunum og leit í átt- ina til rennusteinanna. En sá ekki svo mikið sem geislabrot af henni meir. Stjarnan var á bak og burt — kannski var hún komin upp í Vetrarbrautina aftur. — Ææ! — En hvað er nú þetta?! Þarna lá hún við hliðina á tóm- um eldspýtustokk. Og í þetta skipti var hún græn eins og smar- agður í ævintýralandi. Hann hljóp til, greip traustlega utan um þenn- an litla gimstein og flýtti sér inn til Woolworths, því þar fer ekki svo mikið fyrir einum litlum snáða í allri mannþrönginni. Þar gekk hann aftur og fram millum búðar- borðanna og horfði brúnum, skær- um augum sínum framan í fólkiö. Ef það nú bara vissi, hver það var, sem þarna fór mitt á meðal þess — Snecky Kincaid með stjörnu upp á vasann! Ætti hann aö segja því það? Eða ætti hann að halda því leyndu? Það er þó sannarlega skrítin tilfinning, sem grípur þann, sem eignazt hefur mesta leyndar- dóm í heimi og steinþegir yfir því. — Þvi það er hræðilega erfitt að steinþegja. Að hugsa sér, hvað það væri nú gaman að hvísla því að honum Sam Malóne, stráknum, sem keyrir mjólkina, — sjá augun standa kyrr í höfðinu á honum og kinnar hans verða blóðrauöar á meðan stjarnan kemur í ljós upp úr buxnavasanum og maður krepp- ir utan um hana lófann fyrir aft- an bakið og segir: — Hægri eða vinstri? Þegar hann kom út aftur og gekk eftir Sauchiehallarstræti, fannst honum hann vera orðinn stór eins og risi. Dvergfólkið um- hverfis hann, sem ekkert vissi, þokaði til hliðar svo að hann kæmist leiðar sinnar. í því sem hann kom að Hopestræti skipti ljósmerkið yfir í grænt, einmitt til þess að sanna, hversu mikill maöur væri á ferðinni. Hann vék sér inn á hliðargötu og í áttina niður að járnbrautarstöðinni, — blístrandi: Þú ert mitt sólskin, til þess að vinna bug á spenningnum, sem hann var kominn í, en það er erfitt að vera rólegur, þegar maður á stjörnu í vasanum, sem brennir mann í lófann þegar maður kemur við hana. Hálfnaður á leið sinni til stöðvar- innar vék hann út af gangstétt- inni og inn í dyrakrók til þess að fá tækifæri til að sjá stjörnuna rétt sem snöggvast. — Einna helzt líktist hún marmarakúlu, spegil- gljáandi og eggslétt með gati í /niðjunni. Gegnum gatið var bund- inn silkiþráður og seðill festur við. Á seðlinum voru merkileg tákn, sem líktust tölunni 6 með d við hliðina. Snecky var þegar heima á þvi, hvað þetta fyrirstillti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.