Dvöl - 01.01.1948, Page 32

Dvöl - 01.01.1948, Page 32
30 DVÖL — Ég þori að fullyrða það, að þetta er boðskapur frá guði! Boðskapur frá guði.... honum þarna uppi.... langt bak við mán- ann.... bak við þessar milijónir af stjörnum... alla leið uppi í himninum! Þetta var ótrúlegt! Utan við sig af gleði hljóp hann niður eftir götunni, svo hratt, að jafnvel rakt og benzínmettað loft- ið virtist honum tært og hress- andi, þegar það lék við andlit hans. Hann var móður og másandi, þeg- ar hann nam staðar undir skyggn- inu hjá brautarstöðinni. Hann flýtti sér inn fyrir, fékk sér gúl- sopa af vatni úr drykkjarskálinni og pústaði. Þannig stóð hann kyrr litla stund, hugsaði ráð sitt og þurrkaði sér um munninn með handarbakinu, — hvað átti hann nú að taka sér fyrir hendur? Kaupa stöðina og alla járnbraut- arvagnana? Kaupa bláar víndrúfur? Kaupa Glasgow? Kaupa eitthvað skrítið? Kaupa allan heiminn? Já, kaupa allan heiminn og gera mömmu að drottningu! Gamall, gráskeggjaður maður með stóra ferðatösku stóð þarna skammt frá og rýndi í listann yfir ferðaáætlanir járnbrautanna. — Hann líktist mjög jólasveininum i Lewis. Snecky vissi, að hann myndi hlusta á það, sem hann segði. ■— Halló, manni! Gettu, hvað ég hef hér í vasanum! — Það get ég ékki. — Stjörnu! — Hvað? — Stjörnu .... stjörnu frá himn- um. — Hefurðu . ... ? Má ég sjá! Gamli maðurinn tók við gripn- um, leit á seðilinn og brosti. — Rétt — rétt, drengur minn. Þú ert svei mér lukkunnar panfíll, karlinn. Farðu nú með hana heim og geymdu hana undir koddanum þinum. — Hefur það nokkuð að segja? — Þá dreymir þig vel og verður ríkur. Hann tók penny upp úr vasanum. — Hérna .... þetta getur verið byrjunin! — Takk fyrir, herra! Snecky tók við pennyinu og stjörnunni og gekk sem í leiðslu áleiðis. Hann hafði þá á réttu að standa. Þetta var þá raunveruleg stjarna! Hann keypti sér epli og labbaði heim að horninu á Gordonstræti. Þar stóð Harry Brown og seldi dag- blöð. Harry var trúandi fyrir leynd- armáli. — Halló, Harry! Geturðu gizkað á, hvað ég er með hérna? — — Nei. — — Stjörnu! — Fari það ....

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.