Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 39

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 39
DVÖL 37 stóryrti sálmur sem falleg lygi. En þökk sé hinum allsráðandi fyrir það, að þeir, sem hér sitja, geta borið sér svo hástemmda lygi i munn. Sálmasöngurinn veitir hjónun- um á innsta bekknum fró. í gegn- um hann nær samúð líkfylgdar- innar til þeirra, og þeim finnst, að nú séu það fleiri, sem beri þunga sorgarinnar. Hugur móð- urinnar er fjarri: Hún ætlar að prýða leiðið, gróðursetja þar trjáplöntur og gera sér sæti. Þeg- ar þrautir lífsins mæða, ætlar hún að leita út í kirkjugarð, setjast við leiðið og loka augunum. Þá mun hún sjá barnið koma fljúgandi í gervi mjallhvíts engils, og það sezt þarna hjá henni. Hún á að gráta fyrir það, segja því allt, allt ~ og finna gleðina í sorg sinni. — Paðirinn beitir skynseminni, hann setur traust sitt á tímann: Einn dagur breytir engu, en þúsund — hann treystir því, að þúsund dag- ar muni græða sár hans. Og þetta styrkir hann í þeirri ímyndun, að hann verði nú að styðja konu sína og hjálpa henni yfir þetta. Söngurinn hljóðnar. Fjórir menn ganga að kistunni og bera hana út, en kirkjugestirnir fylgja á eft- ir. Hægt og hljóðlátlega sígur þessi dökka fylking eftir götunni niður í kirkjugarðinum eins og sigraður her. Paðir barnsins hafði farið til grafarans: „Þú lætur mig um gröfina." „Það var og,“ sagði graf- arinn, „en hvers vegna viltu grafa sjálfur?“ „Ég veit bezt, hvernig gröfin á að vera, fyrst það er mitt barn, sem þar á að liggja.“ Og svo gróf hann og hlóð grjóti innan í gröfina, leitaði niðri í fjörunni að hnullungum, sem brimið hafði sorfið og háreistar, rismiklar öld- urnar þVegið og kasttað upp á ströndina. Þegar hann hafði lokið við að hlaða upp gröfina, sáldraði hann hvítum sandi ofan í hana og kringum hana, yfir alla mold- ina, sem komið hafði upp við gröftinn. Þégar svo líkfylgdin kom með kistuna, sást ekki nein blaut og svört gröf, ekki nein ljót og kekkjótt kirkjugarðsmold — að- eins hvít dyngja, hlýleg og þekki- leg eins og fuglshreiður. „Getur nokkur beður verið hvítari?“ Presturinn gekk að gröfinni: ,,Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu verða. Af moldu skaltu aft- ur upp rísa.“ Kringum hann lágu leifar þrjá- tíu ættliða og hlýddu á þessi orð, kringum hann risu hin miklu fjöll og hið víða haf. Og fólkið skynjaði rúm og tíma og fann smæð sína. Svo lásu allir Faðir vor og minntust hjónanna, sem höfðu misst barnið, og þar voru bæði þeir, sem höfðu formælt þess- um hjónum fyrir utan sáluhliðið, og þeir, sem höfðu beðið þeim blessunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.