Dvöl - 01.01.1948, Síða 47

Dvöl - 01.01.1948, Síða 47
DVÖL 45 Sagan af Churchill og karfanum Eftir fall Frakklands gekk þessi litla dæmisaga frá manni til manns og vitnaði um bjartsýni hinnar undirokuðu þjóðar. Hún sýnir það gerla í hetjulegri gam- ansemi sinni, að Frakkar voru stöðugir í þeirri trú, að dagur frelsisins mundi að lokum renna upp. Þeir trúðu því, að hin ósigraða þjóð hinum megin við sundið mundi að lokum koma þeim til hjálpar. Sagan segir, að Hitler hafi boðið Churchill að koma til leynilegs fundar við sig í París í júlí 1940, þegar verst horfði fyrir Englandi. Churchill kom með flugvél og var þegar ekið til hallarinnar Fon- tainebleau, þar sem Hitler og Mussolini biðu hans við dúkað te- borð í garði hallarinnar á bakka hinnar frægu karfatjarnar. Foringinn eyddi ekki tímanum í óþarft mas, heldur sagði þegar: — Hlustið nú á; hvað ég ætla að segja yður, Churchill. England er búið að tapa stríðinu. Skrifið undir þessa yfirlýsingu um það, að Stóra-Bretland hafi tapað strið- inu. Skrifið hér — á þetta kjal. Þá skal friður ríkja í Evrópu á morgun. — Því miður get ég ekki skrif- að undir þetta skjal, svaraði Churchill rólega. — Ég er nefni- lega ekki þeirrar skoðunar, að við séum búnir að tapa stríöinu. — Hlægilegt öskraði Hitler og barði í borðið. — Hafið aðeins hugfast, hvernig þetta hefur geng- ið til þessa. Churchill dreypti á tebolla sín- um og sagði síðan: — í Englandi höfum viö annan hátt á því að útkljá skoðanamun af þessu tagi. Hvernig lízt ykkur á ofurlítið veð- mál? Sá, sem tapar veðmálinu, verður að viðurkenna, að hann hafi tapað stríðinu. — Hverju eigum við að veðja? spurði foringinn efagjarn. — Sjáið þér stóru karfana þarna niðri í tjörninni? Ágætt. Við skul- um veðja því, að sá okkar, sem fyrstur getur veitt einn þessara karfa, án þess að nota nokkrar venjulegar veiðiaðferðir eða venju- leg veiðitæki til þess, sé sigurveg- ari í þessari styrjöld. — Fyrirtak, hrópaði Hitler og hrifsaði marghleypu sína úr belt- inu og tæmdi hana á karfann^ sem næstur synti. En ljósbrotið í vatninu olli því, að hann miðaði skakkt, og karfinn synti heill sína leið. — Þá er röðin komin að þér, Mússi, sagði Hitler. — Það er sagt, að þú sért frábær sundmaður. Láttu nú sjá.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.