Dvöl - 01.01.1948, Page 58
56
D VÖL
Loma. Mér fannst þokan leggjast svo fast að limgerðinu hjá Hawkins-
systrunum, eins og þokuhnoðrarnir hópuðust þar að og læddust hægt
og hægt inn fyrir. Ég brosti með sjálfum mér að umhugsuninni um
hvernig menn geta í huga sér umbreytt náttúrunni til samræmingar
hugsmíðum sínum. í húsinu sást hvergi ljós, þegar ég fór fram hjá.
Vinnan gekk reglulega og tilbreytingarlaust. Stóra skóflan tætti
upp skurðinn. Áhöfninni fannst að óhöppunum mundi lokið og það
hafði góð áhrif. Nýi matsveinninn skjallaði piltana svo laglega, að þeir
hefðu glaðir etið steikta steina. Persónuleiki matsveinsins er langtum
þýðingarmeiri fyrir svona starfshóp, en eldamennska hans.
Að kvöldi annars dags eftir að ég heimsótti Alex, rölti ég niður
timburgangstéttina. Þokuslæðing lagði á eftir mér. Ég fór inn í Buffaló-
vínstofuna. Feiti Karl þokaðist í áttina til mín og fægði glas. „Viský,“
kallaði ég, áður en honum vannst tími til að spyrja hvað ég vildi. Ég
tók glas mitt og settist á einn harða stólinn. Alex var þarna ekki.
Timothy Ratz sat og lagði kabal, sem gekk furðulega oft upp, eða
fjórum sinnum í röð, og fékk sér glas í hvert skipti. Fleiri og fleiri
komu inn. Ekki veit ég hvað við hefðum gert af okkur, ef við hefðum
ekki haft Buffalóvínstofuna.
Um tíuleytið komu fréttirnar. Þegar hugsað er um slíka atburði
eftir á, muna menn sjaldnast atburðaröðina nlákvæmlega. Einhver
kemur inn; hvísi heyrist; skyndilega vita allir hvað gerzt hefur,
þekkja öll málsatvik. Miss Amý hafði framið sjálfsmorð. Hver flutti
fregnina? Ég veit það ekki. Hún hafði hengt sig. Menn lögðu fátt til
málanna, ég sá þeir voru að reyna að átta sig á þessu. Þetta sam-
lagaðist ekki þeirra hugmyndaheimi. Þeir stóðu í hópum og töluðu í
hálfum hljóðum.
Hurðin opnaðist hægt og Bjarnar-Jói læddist inn. Lubbalegur haus-
inn slettist til og frá og bjánabrosið lék um andlit hans. Kubbslegir
fæturnir þokuðust inn eftir gólfinu. Hann litaðist um og kvakaði
„Viský? Viský handa Jóa?“
Nú voru menn forvitnir. Þeir skömmuðust sín fyrir það, en brunnu
í skinninu af forvitni. Feiti Karl hellti í staup. Timothy Ratz lagði
frá sér spilin og stóð á fætur. Bjarnar-Jói hvolfdi í sig úr glasinu. Ég
lokaði augunum.
Rödd læknisins var hrjúf. „Hvar er hún, Emalín?“
Aldrei fyrr hef ég heyrt rödd líka þeirri, sem svaraði. Köld sjálfs-
stjórn, hjúp steypt yfir hjúp af óbifanlegri sjálfsstjórn, ískuldi, sem