Dvöl - 01.04.1948, Page 57

Dvöl - 01.04.1948, Page 57
D VOL 119 Þann dag, sem það var ákveðið, að Karl Lúðvík færi á kennarafund í höfuðstaðnum og hann spurði, hvort hún vildi vera með, þakkaði hún honum í fyrsta sinn glöðum og heilum huga. Hann brosti þýð- lega og þrýsti hönd hennar, svo að einn fingurinn fór úr liði. Það sak- aði ekkert. En það, sem varð öðr- um til gleði .... Nokkru seinna sat hún á stól við glugga og horfði þvert yfir mjóa skuggalega götu með skröltandi sporvögnum. Tea frænka var á stjái í herberginu og pakkaði nið- ur og stagaðist á því, að þetta hefðu verið yndislegir dagar, því yrði ekki neitað. Auðvitað hefði það verið leitt, að þjóðminjasafnið skyldi hafa verið lokað vegna lag- færinga á húsinu, en fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Nú höfðu þær í staðinn hitt gömlu frú Greve í Vesselsgötu, hugsa sér ef maður gæti verið þannig á hennar aldri, hálfníræð- ur, og gömlu frú Ólsen höfðu þær einnig hitt, og ungfrú Thomle á Elísubjargvegi, og Birk og Hen- riksen. Og Ósbergsskipið höfðu þær séð, og Listiðnaðarsafnið. Tea frænka hefði svo gjarna viljað heimsækja Steins- og Straums- fólkið aftur og Jensen í Torfugötu. Og skoða Kapellu Vors Frelsara. Hún, sem sat við gluggann, faldi skyndilega andlitið í hönd- um sér og sat þannig án þess að svara. Skömmu síðar kom Karl Lúðvík af kennarafundinum. Hvað er nú að,? sagði hann. Hún tók hendurnar frá andlit- inu: Ég vil sjá dansmeyna. Herra minn trúr, sagði Karl Lúð- vík, og var ekki með á nótunum, hvað er nú? Hann leit ráðþrota á Teu frænku, sem vottaði samúð sína og úrræðaleysi með því að hrista höfuðið og herpa varir. Ég vil sjá dansmeyna .... þá sem sýnir í kvöld, .... ég fer ekki án þess að .... Heyrðu nú, sagði Karl Lúðvík og andvarpaði, ég hafði hugsað mér að við skyldum fara í leikhúsið í kvöld og sjá eitthvert fint leikrit. Það er verið að sýna Erasmus Montanus í einu þeirra, það er lát- ið mjög vel af því. En þið frænka getið auðvitað ráðið því sjálfar, hvort þið sjáið heldur eitthvað annað, eitthvað nýtízkara. Ég vil sjá dansmeyna .... ég kæri mig ekki um annað. Rödd hennar var hvell og stríð, eins og hún væri að því komin að bresta. Karl Lúðvík þagði við. Hann sat með spenntar greipar og studdi olnbogunum á hnén og horfði á hana án afláts. Augnaráð hans var fastara en nokkru sinni, og þumal- fingurnir voru það eina, sem á honum hreyfðist. Þeir snerust hægt hvor um annan. Gott, sagði hann að lokum með áherzlu, og leit ekki af henni: Eins og þú vilt,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.