Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 57

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 57
D VOL 119 Þann dag, sem það var ákveðið, að Karl Lúðvík færi á kennarafund í höfuðstaðnum og hann spurði, hvort hún vildi vera með, þakkaði hún honum í fyrsta sinn glöðum og heilum huga. Hann brosti þýð- lega og þrýsti hönd hennar, svo að einn fingurinn fór úr liði. Það sak- aði ekkert. En það, sem varð öðr- um til gleði .... Nokkru seinna sat hún á stól við glugga og horfði þvert yfir mjóa skuggalega götu með skröltandi sporvögnum. Tea frænka var á stjái í herberginu og pakkaði nið- ur og stagaðist á því, að þetta hefðu verið yndislegir dagar, því yrði ekki neitað. Auðvitað hefði það verið leitt, að þjóðminjasafnið skyldi hafa verið lokað vegna lag- færinga á húsinu, en fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Nú höfðu þær í staðinn hitt gömlu frú Greve í Vesselsgötu, hugsa sér ef maður gæti verið þannig á hennar aldri, hálfníræð- ur, og gömlu frú Ólsen höfðu þær einnig hitt, og ungfrú Thomle á Elísubjargvegi, og Birk og Hen- riksen. Og Ósbergsskipið höfðu þær séð, og Listiðnaðarsafnið. Tea frænka hefði svo gjarna viljað heimsækja Steins- og Straums- fólkið aftur og Jensen í Torfugötu. Og skoða Kapellu Vors Frelsara. Hún, sem sat við gluggann, faldi skyndilega andlitið í hönd- um sér og sat þannig án þess að svara. Skömmu síðar kom Karl Lúðvík af kennarafundinum. Hvað er nú að,? sagði hann. Hún tók hendurnar frá andlit- inu: Ég vil sjá dansmeyna. Herra minn trúr, sagði Karl Lúð- vík, og var ekki með á nótunum, hvað er nú? Hann leit ráðþrota á Teu frænku, sem vottaði samúð sína og úrræðaleysi með því að hrista höfuðið og herpa varir. Ég vil sjá dansmeyna .... þá sem sýnir í kvöld, .... ég fer ekki án þess að .... Heyrðu nú, sagði Karl Lúðvík og andvarpaði, ég hafði hugsað mér að við skyldum fara í leikhúsið í kvöld og sjá eitthvert fint leikrit. Það er verið að sýna Erasmus Montanus í einu þeirra, það er lát- ið mjög vel af því. En þið frænka getið auðvitað ráðið því sjálfar, hvort þið sjáið heldur eitthvað annað, eitthvað nýtízkara. Ég vil sjá dansmeyna .... ég kæri mig ekki um annað. Rödd hennar var hvell og stríð, eins og hún væri að því komin að bresta. Karl Lúðvík þagði við. Hann sat með spenntar greipar og studdi olnbogunum á hnén og horfði á hana án afláts. Augnaráð hans var fastara en nokkru sinni, og þumal- fingurnir voru það eina, sem á honum hreyfðist. Þeir snerust hægt hvor um annan. Gott, sagði hann að lokum með áherzlu, og leit ekki af henni: Eins og þú vilt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.