Hlín - 01.01.1960, Síða 31
Hlin
29
Hvítabandið gekk hún ekki síst vegna þess, að aðalmark-
mið þess var vínbindindi, en það var hennar heitasta
áhugamái frá æsku. — Var hún gjaldkeri Hvítabandsins
um-nokkura ára skeið, og ljet mikið til sín taka í stjórn
fjelagsins. — Ólafía Jóhannsdóttir var fyrsti formaður
fjelagsins, og var til þess tekið, hversu vel þær fylgdust að
málum.
Til dæmist um djöt fung þeirra og ötulleik í baráttunni
við áfengisnautnina, er sagt, að þær Ólafía og Ingveldur
ltafi tekið það til bragðs á lokadaginn (11. maí), að varna
sjómönnum inngöngu í Svínastíuna svokölluðu lijer í bæ,
með því að taka sjer stöðu við aðaldyrnar, og fá þá ti!
nreð vinsamlegum, en þó einbeitlegum fortölum, að
!tætta við að fara þangað inn, eins og þeir áttn vanda ti 1,
og eyða þar kaupi sínu fyrir áfengi.
Frá þeim dögum er til góðlátleg staka, þar sem einhver
sjómaðurinn er látinn lýsa viðtökunum við dyrnar:
„Þegar jeg hjer stíg á strönd,
stend jeg milli vina:
Ó 1 a f í a á aðra hönd
en Ingveldurá hina.“
Þetta atvik sýnir vel, hve þeim fjelagssystrum var mikil
alvara, enda var ekki til einskis barist. Margir Ijetu að
orðum þeirra.
En þegar Ólafía fluttist hjeðan út til Noregs, þá tók
Ingveldur við forstöðu fjelagsins og hjelt henni síðan uns
hún ljet af því starfi árið 1933. Var hún þá gerð að heið-
ursfjelaga.
Bráðlega fjölguðu áhugamál fjelagskvenna, svo sem
mjólkurgjafir til sjúklinga og sængurkvenna. — Síðar lán-
aði fjelagið sjúklingum og sængurkonum rúmfatnað, svo
senr: Lök, sængurver, koddaver, nátttreyjur o. II. Alt
þetta saumuðu fjelagskonurog lijeldu því við, en geymsla
á því og útlán var að mestu í liendi formanns. — Átti Ing-