Hlín - 01.01.1960, Side 32
30
lllín
veldur marga ferðina um þennan bæ á þeim tímum og
inn í mörg fátækleg hreysi.
Eitt sinn, er hún var á slíku ferðalagi, datt hún af há-
um stigapalli og gat ekki komið fótum fyrir sig. — .Var
hin mesta mildi að hún stórslasaðist ekki, en aldrei mun
hún þó hafa beðið þess fullar bætur og gekk við staf æ
síðan.
Eitt af því, sem þær fjelagskonur tóku sjer fyrir hend-
ur, var að sauma upp notaðan fatnað og gefa hann síðan
fátækum (líkt og vetrarhjálpin nú), og kom það sjer vel.
Enn var eitt, sem Ingveldi var mikið áhugamál, en jrað
var, að eitthvað væri gert til að gleðja þá mörgu sjúklinga
á Landakotsspítala (sem þá var eini spítalinn hjer), sem
enga áttu að hjer í bænum og enginn heimsótti. —
Keypti fjelagið þá blómglös í allar sjúkrastofurnar, og
síðan voru blóm keypt alt sumarið á laugardögum, en
það var nú helst í Bæjari'ógetagarðinum svonefnda. Síðan
voru þau bundin í knippi, en á hverjum sunnudegi fór
svo Ingveldur með þau upp á Landakotsspítala.
Anna Daníelsson, bæjarfógetafrú, seldi blórnin, og er
víst, að hún ljet oft ríflega í blómakörfu fjelagsins.
Á þeim dögum aflaði fjelagið sjer metmegnis pen-
inga með hlutaveltum, og var það ekki lítil viðbót við
störf þess.
Árið 1905 fluttu þau hjón, Ingveldur og Erléndur, suð-
ur að Kópavogi og hófu þar búskap. Sagt var, að Erlend-
ur hcfði flutt í Kópavoginn meðfram vegna þess, að hon-
um líkaði ekki stöður Ingveldur við Svínastíuna, en Ing-
veldur ljet það ekki á sig fá, þó hún þyrfti að ganga
þennan spöl. — Er þess ekki síst að minnast, að frostavet-
urinn 1918 kom hún gangandi sunnan að í 23 stiga frosti
og norðanstormi til þess að halda Hvítabandsfund og
gegna öðrum fjelagsstörfum.
En þessi mikla starffýsi hennar hefði þó ekki nægt,
ltefði hún ekki notið ágætrar aðstoðar sinna góðu f jelags-
systra, þar sem þær voru: Hólmfríður Rósinkranz,