Hlín - 01.01.1960, Side 38
36
Hlin
ísafirði, Margrjet, gift Birni Jónssyni, skólastjóra á
Hvammstanga, og Ingveldur, búsett í Reykjavík, gift
Bergsveini Skúlasyni frá Skáleyjum.
Auk þess ólust upp á heimili þeirra nokkur fósturbörn
að meira eða minna leyti. — Má af því ráða að heimilið
var all annasamt, einnig þegar þess er gætt, að ávalt
dvöldust þar nokkur gamalmenni, sem nutu umsjár og
umhyggju húsmóðurinnar, og er það ætlun mín, að þeir
muni á einu máli, er nutu umsjár Maríu, að þar hafi ver-
ið gott að vera, og ekki mun öllum hent að feta í fótspor
þessarar hljóðlátu konu. En jeg hygg að henni væri ekki
að skapi mikil mælgi um unnin afrek hennar. Hún
mundi gefa Guði einum dýrðina og þakka honum hand-
leiðslu alla, því hún var einlæg trúkona og þangað mun
liún löngum liafa sótt styrk sinn.
Jeg tel að María í Skáleyjum hafi verið gæfukona, þrátt
fyrir sorgir og andstreymi. Hún átti því láni að fagna að
eiga góð börn, sem lnin kom öllurn vel til manns og öll
liafa reynst hinir ágætustu þegnar. — Hún átti Iíka óskift
traust og kærleika allra sinna barna, fósturbarna, tengda-
barna og barnabarna, sem flest höfðu náin kynni af sinni
góðu ömmu. — Hún var því auðug, þrátt fyrir að henni
safnaðist aldrei fje á veraldarvísu. — Oll börnin hennar
gerðu sjer far um að gleðja hana og láta lienni í tje alla
þá umönnun, sem þau gátu veitt.
Úr Skáleyjum vildi hún ekki fara, hún elskaði eyjuna
sína, jrar vildi hún lifa og deyja.
Síðustu æfiárin var hún þrotin að kröftum og naut hún
þá sjerstakrar umhyggju tengdadóttur sinnar, Sigurborg-
ar úr Hvallátrum, dóttur Ólínu æskuvinkonu hennar.
Mun það jafnt gleðiefni jreim vinkonum báðum, að svo
skyldi verða.
í stuttri minningagrein gerist Jress enginn kostur að
rekja langa og merka sögu, svo sem vert væri.
En nöfn þeirra sem afrcka miklu í hljóðlátu starfi
mega ekki gleymast, , t