Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 44
42
Hlin
annara sjúklinga, er hún stundaði, fyrir nákvæma hjúkr-
un, hlýju og samúð í liverri sjúkdómsraun þeirra. —
María sýndi það snennna, að hún var nærgætin við veika,
fyrst í hinum erfiðu og langvinnu veikindum systur henn-
ar á Æsustöðum, en þá var hún rúmlega tvítug að aldri.
— Seinna, er hún var hjá okkur í Mjóadal, veiktist dreng-
ur á næsta bæ af einhverri sára- eða kýlasótt. — Það var
ekki góm'stór blettur á líkama hans, sem ekki var út-
steyptur í sárum og kaunum. — María var Jrá fengin þang-
að til að hjúkra honurn, en það þurfti mikla nákyæmni
og úthald til að stunda hann nótt og dag. — Jeg fór Jiang-
að nokkra daga að hjálpa henni að skifta á honum, og hef
jeg aldrei sjeð neitt því líkt. — Sagði hlutaðeigandi lækn-
ir, að vafasamt væri, að hann hefði haldið lífi, ef hann
hefði ekki haft svona góða hjúkrun. — Já, sá litli greri, og
varð stór og sterkilr maður, og liefur um áratugi verið
gildur bóndi í sinni sveit, og mikill dugnaðar- og fram-
taksmaður.
María var svo lánsöm, að dóttir hennar var greind og
námfús og notaði sjer vel námstíma sinn, hvort sem var
til munns eða handa, og þroskaðist Jrví vel að andlegu og
líkamlegu atgerfi og styrkti móðir hennar liana við nám-
ið eins og liún gat, efnalega, Jrví Jrað var hennar áhuga-
mál, að hún lærði sem mest. — Það var líka áreiðanlega
stærsta lán Maríu að eignast Jressa dóttur, því samveru
liennar naut hún alla æfi upp frá því, rúm 60 ár, enda
fann hún J:>að vel, og kallaði fæðingardag hennar „Litlu
jólin“ sín, því hann var rjettri viku fyrir jól, og lijelt hún
þann dag hátíðlegan eins lengi og hún gat.
Þegar jeg var ung, töluðunr við Maja oft um það, að
ef jeg byggi einhverntíma, Jrá ætlaði hún að vera hjá
mjer. — Þegar svo til kom, að jeg færi hingað að Síðu-
múla, spurði jeg hana, livort Jretta stæði enn hjá henni,
og kvað hún svo vera, og var Jretta þá afráðið.
Þetta var haustið 1919. — Þá stóð svo á, að foreldra
mína vantaði vetrarstúlku, var þá fyrst leitað til Maríu