Hlín - 01.01.1960, Qupperneq 48
\
46 Hlin
Systkini Tómasar í Fjarðarseli voru Sveinn bóndi í
Vestdal, faðir Pjeturs föður Margrjetar á Egilsstöðum, og
Katrín móðir Sigurðar hreppstjóra í Firði í Seyðisfirði
og Sveins föður Katrínar móður Sveins Ólafssonar alþm.
í Firði í Mjóafirði og þeirra systkina.
Þer bræður, Tómas í Fjarðarseli og Sveinn í Vestdal,
áttu á sínum tíma margar jarðir og miklar eignir.
Guðný Tómasdóttir var tvígift. — Fyrri maður hennar
var Vigfús Jónsson frá Fögrulilíð í Jökulsárhlíð. Þau gift-
ust 5. nóv. 1855 og bjuggu á Torfastöðum í Jökulsárhlíð.
— Mann sinn misti hún 25. mars 1863.
Seinni maður hennar var Ólafur Sigurðsson frá
Straumi í Hróarstungu, giftast þau 11. nóv. 1864 og
bjuggu á Torfastöðum næstu 15 ár. — Hafði þá Guðný
búið þar í 25 ár, en flutti þá á föðurleifð sína, Fjarðarsel,
ásamt manni sínum, um 1880.
í fyrra hjónalbandi sínu eignaðist Guðný 6 börn, en að-
eins eitt komst til fullorðinsára: Ragnheiður Ingibjörg.
Hennar maður var F.inar Sölvason frá Víkingsstöðum á
Völlum. — Dóttur þeirra, Ingibjörgu Ragnheiði, ól Guð-
ný upp, þar sem móðir hennar dó skömmu eftir fæðingu
dótturinnar. IngibjÖrg R. giftist Jóni Sigfússyni frá
Svínafelli í Hjaltastaðaþingliá, og bjuggu þau lengi á
Norðfirði. Ingibjörg R. er nú dáin.
Með seinni manni sínum eignaðist Guðný 2 sonu, er
voru tvíburar, Vigfús og Guðmund. — Vigfús bjó í Fjarð-
arseli. — Kona hans var Elísabet Olafsdóttir frá Mjóanesi
á Völlum. — Börn þeirra eru: Björgvin, bóndi á Ketils-
stöðum í Jökulsárhlíð. Guðný, gift á Seyðisfirði, og Ól-
ína, gift í Reykjavík.
Guðmundur, annar tvíburinn, ólst upp í Sleðbrjóts-
seli í Jökulsárldíð. — Helga, fyrri kona Björns Jónssonar
bónda þar, var systir Ólafs í Fjarðarseli. — Kona Guð-
mundar var Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Þorvaldsstöð-
um í Vopnafirði, og bjuggu Jjau í Sleðbrjótsseli. —
Synir Jieirra: Björn, bóndi í Sleðbrjótsseli, eiginmaður