Hlín - 01.01.1960, Side 59
Hlín
57
einhvers á mis, sakir áhugamálanna mörgu, sem gjörðu
kröfu til hennar, og hún ljet í tje undraverða úrlausn. En
því fór fjarri. — Húsmóðurstarfinu var hún trú eins og
öllu öðru. Manni, börnum og tengdafólki reyndist hún
umhyggjusöm og ástrík og öllum góð, sem á leið hennar
urðu.
Elísabet var vökul og altaf að læra. Hún sóaði ekki
dýrmætum tíma í fánýtar skemtanir nje lestur ljelegra
bóka. Hún tileinkaði sjer það eitt, sem gildi hefur. —
Eessvegna var hún sannmentuð, þótt aldrei hefði í annan
skóla gengið en barnaskóla.
Maður hennar var henni hliðhollur í öllu starfi henn-
ar og sýndi þar fullan skilning, og í langri og þungri
sjúkdómslegu hennar brást ekki kærleikur hans og um-
önnun. — Læknishjálpar var leitað, bæði innanlands og
utan án árangurs. — Ágúst, maður hennar, heldur helgan
vörð um verk hennar, kvæði og annað. — Sagði hann
mjer, að veggir heimilisins væru þaktir verkum hennar,
svo og hillur og borð.
Elísabet mín!
„Við sjáumst ekki framar,“ var það síðasta, sent þú
sagðir við mig, en við hittumst aftur á landi ódauðleik-
ans. — Þar mun frjó sál þín fá næg verkefni og fegurðar-
þrá fullnægingu.
Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum.
Mig langar til þess að minnast með nokkrum orðum
jressarar merkiskonu, sem nýlega er látin. Hún var svo
listfeng að óvenjulegt má teljast, og svo fjölhæf.
Þessa hæfileika fjekk hún ríkulega í vöggugjöf, en
fremur lítið fjekk hún að læra í jressum listgreinum í
æsku, en síðar aflaði !iún sjer nokkurrar mentunar á
þessu sviði.