Hlín - 01.01.1960, Page 63
Hlin
61
hjálpar, þar sem fjórða hvert barn, sem fæðst hefur und-
anfarin ár, er óskilgetið.
Þ. Já, það er mikið þjóðfjelagsvandamál, að minni
hyggju. — Sumar þessar stúlkur eru vegalausar, að heita
má, hafa ekkert samband við föður barnsins og eru heim-
ilislausar.
E. Hvað er þá hægt að gera til úrbóta?
Þ. Oft eru það ættingjar, sem aðstoða, og þá einkum
ömmurnar, sem taka að sjer börnin. — En þær eru oft
farnar að eldast og bilið orðið of langt á milli þeirra og
barnsins. — Þar að auki hættir ömmunum ef til vill til
þess að láta of mikið eftir barninu, og þær hafa ekki eins
góð tök á að aga það eins og móðirin. — Það eru ekki
einsdæmi, að þegar amman er búin að ala upp barnið,
byrjar alt á nýjan leik, og amman, sem nú er orðin lang-
amma, tekur við barnbarnabarninu. En bæði ömmur og
langömmur gefast þó oft upp við annað eða þriðja
barnið.
E. Og hvað verður þá um börnin?
Þ. Oft er liægt að fá gott fóstur til 16 ára aldurs handa
börnunum.
E. Hvað áttu við með fóstur?
Þ. Þeir, sem taka barn í fóstur til 16 ára aldurs, ala það
venjulega upp sem sitt eigið barn og sjá um það að öllu
leyti, samkvæmt beiðni og samkomulagi við móður eða
foreldra, ef um föður er að ræða. En eftir 16 ára aldur
ræður barnið sjer sjálft.
E. Er mikið um það að fólk vilji fá börn í fóstur?
Þ. Það má segja að svo sje. — Beiðnir um fósturbörn
koma alstaðar af landinu. — Sem stendur liggja fyrir um
30 beiðnir og eru sumir búnir að bíða eftir fósturbarni á
þriðja ár. Þó verður að geta þess, að flestir óska eftir kjör-
barni.
E. Og hvaða fólk er það þá helst, sem vill taka börn?
Þ. Mestmegnis ung, barnlaus hjón, sem þrá barn, og
hafa góðar aðstæður til þess að ala það upp, enda eru